Afrakstur Íslendinga á Evrópumeistaramóti fatlaðra í sundi sem haldið var í Dublin er tvenn silfurverðlaun og tíu Íslandsmet.
Hafnfirðingurinn Róbert Ísak Jónsson úr Firði vann til silfurverðlauna í 200 m fjórsundi og í 100 m flugsundi í flokki S14 og setti um leið tvö ný Íslandsmet.
Róbert kom þriðji í bakkann í 200 m fjórsundinu en Hollendingurinn Marc Evers sem kom annar í mark var dæmdur ógildur og því færðist Róbert upp í annað sætið með tímann 2:14.16 mín. og bætti tíma sinn um tæpa sekúndu. Það var svo Úkraínumaðurinn Vasyl Krainyk sem stal senunni og hreppti gullið á sigurtímanum 2:12.72 mín.
Róbert Ísak varð fyrstur Íslendinga í flokki S14 til að synda 100 m flugsund á undir mínútu en tími hans í silfursundinu var 56,61 sek.
í 100 m flugsundi S14 (þroskahamlaðir) á EM í Dublin 2018. Tími hans var 59.61 sek. og
Hjörtur Már Ingvarsson úr Firði bætti eigið Íslandsmet í 50 m baksundi í flokki S5 og synti á 49,88 sek. sem dugði honum þó ekki til að komast í úrslit.