Þóra Kristín Jónsdóttir, körfuknattleikskona og Kári Jónsson körfuknattleiksmaður voru útnefnd íþróttakona og íþróttakarl Hauka 2018 við athöfn á Ásvöllum í dag, gamlársdag.
Veitti félagið fjölmörgum íþróttamönnum viðurkenningar fyrir þátttöku í landsliðsverkefnum og útnefndi Ingvar Þór Guðjónsson sem þjálfara ársins en undir hans stjórn varð kvennalið körfuknattleiksdeildar Hauka bæði deildar- og Íslandsmeistari.

Eftirfarandi konur voru tilnefndar til íþróttakonu Hauka 2018:
- Þóra Kristín Jónsdóttir, körfuknattleikur
- Sæunn Björnsdóttir, knattspyrna
- Elín Ragna Sigurðardóttir, almenningsíþróttir
- Olga Árdís Sigurðardóttir, almenningsíþróttir
- Hjördís Helga Ægisdóttir, karate
Eftirtaldir karlar voru tilnefndir til íþróttakarls Hauka 2018:

- Kári Jónsson, körfuknattleikur
- Björn Traustason, karate
- Stefán Georgsson, almenningsíþróttir
- Arnar Aðalgeirsson, knattspyrna
- Heimir Óli Heimisson, handknattleikur