Hafnfirðingurinn Þorri Jensson (33) varð Íslandsmeistari í snóker gær er hann sigraði Guðbjörn Gunnarsson 9-4 í úrslitaleik á Billiardbarnum Faxafeni.
Guðbjörn byrjaði leikinn engu að síður vel, vann fyrsta rammann á svörtu og komst svo í 2-0. Leikplanið virtist vera að ganga ágætlega upp hjá honum og hann kom greinilega vel undirbúinn til leiks. Þorri náði þó að jafna í 2-2 en missti klaufalega af tækifærinu til að komast yfir í næsta ramma þegar Guðbjörn þurfti snóker og hreinsun til vinna. Aftur náði Þorri að koma sér úr klípunni og jafnaði strax aftur í 3-3. Þá var komið að góðum kafla hjá þorra sem komst í 5-3. Hlé var gert á leiknum og Þorri byrjaði með látum og staðan orðin 6-3. Þarna má segja að náðarhöggið hafi verið slegið og aldrei spurning hvernig leikurinn myndi enda eftir þetta.
Hafnfirðingur sigldi sigrinum í örugga höfn 9-4 og varð því Íslandsmeistari í fyrsta skipti á sínum ferli.
Þorri Jensson var talinn sigurstranglegri fyrir leikinn. Þetta var hans þriðji úrslitaleikur á Íslandsmóti en hann beið lægri hlut fyrir Kristjáni Helga 2012 og gegn Jóa B árið 2016. Þorri hefur átt ágætis leiktíð. Hann komst í úrslit á 1. stigamóti tímabilsins en tapaði þar fyrirKristjáni með minnsta mun 3-2. Helsta afrek Þorra á leiktíðinni var hins vegar 3-1 sigur hans á Kristjáni í 8 manna úrslitum á 4. stigamóti vetrarins. Þau úrslit komu mörgum á óvart enda hafði “herra 147” ekki tapað mótsleik hérlendis í heil 10 ár.
Hér má sjá úrslitaleikinn: