fbpx
Miðvikudagur, janúar 22, 2025
HeimFréttirÞrír bikarmeistarar í grjótglímu

Þrír bikarmeistarar í grjótglímu

Klifurdeild Bjarkar eignaðist þrjá bikarmeistara í klifri

Bikarmeistaramót Íslands í grjótglímu var haldið um síðustu helgi.

Mótið hófst á laugardeginum á Smiðjuloftinu á Akranesi þar sem undanúrslit í flokki 12-13 ára og 14-15 ára voru haldin. Klifrarar fengu 90 mínútur til að ljúka 15 klifurleiðum í sem fæstum tilraunum og fóru sex efstu keppendur í stúlkna- og drengjaflokki áfram í úrslit.

Gabríela Einarsdóttir úr Björk t.v.

Á seinni mótsdeginum var keppt í Klifurhúsinu í Reykjavík. Í úrslitum klifruðu keppendur þrjár leiðir og var ein leið fyrir hvern flokk klifruð í einu. Einn keppandi úr hverjum flokki keppti í einu en aðrir keppendur fengu ekki að fylgjast með.

Óðinn Arnar Freysson úr Björk í miðið

Þrír keppendur úr klifurdeild Fimleikafélagsins Bjarkar urðu bikarmeistarar í sínum aldursflokki. Það voru þau Ásthildur Elva Þórisdóttir, Gabríela Einarsdóttir og Óðinn Arnar Freysson.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2