fbpx
Þriðjudagur, júlí 16, 2024
HeimFréttirViðburðarrík siglingavika í Hafnarfirði

Viðburðarrík siglingavika í Hafnarfirði

Börn og ungmenni keppt eftir að hafa fengið kennslu sérfróðra manna

ÆfSiglingakeppni Þytur-172ingarvika er haldin núna í Hafnarfirði. Börn og ungt fólk frá Nökkva á Akureyri, Brokey í Reykjavík og Þyt í Hafnarfirði voru við þjálfun og keppni í glæsilegu siglingaveðri. Æfingarnar hafa verið undir stjórn reynds kænusiglingaþjálfara Tim Anderton frá Bretlandi.

Hefur fjörðurinn verið iðandi af lífi og glatt marga áhorfendur. Þátttakendur hafa líka skemmt sér vel enda hefur verið reynt að gera þessa æfingaviku bæði skemmtilega og gagnlega. Eftir volkið hafa þeir svo getað yljað sér í björgunarbát sem breytt hafði verið í heitan pott.

Optimist bátarnir eru litlir en staðlaðir og notaðir um allan heim.
Optimist bátarnir eru litlir en staðlaðir og notaðir um allan heim.

Öflugt starf er í Siglingaklúbbnum Þyt, ekki síst hjá börnum og unglingum en Þytur státar einnig af Íslandsmeisturum í kjölbátasiglingum fullorðinnar.

Ljósmyndari Fjarðarfrétta fékk far á litlum gúmmíbát með þjálfara Akureyringanna, Svíanum Jonathan Ählander og fylgdist með seinni hluta keppninnar á föstudag og tók meðfylgjandi myndir.

Þarna mátti sjá framtíðarkeppendur í siglingum, þeir yngstu keppa á litlum Optimist bátum en þeir eldri og reyndari á aðeins stærri og hraðskreiðari bátum.

Áfram verður keppt í dag, laugardag og framundan eru ný siglinganámskeið fyrir börn og unglinga.

Sjá nánar á www.sailing.is

 

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2