Hljómtækjaverslunin Norðurljósa-hljóðtækni – NLH, sem hefur verið á 2. hæðinni í Firði síðan 2019, er verslun fyrir vandláta.
Þorsteinn Halldórsson, framkvæmdastjóri fyrirtækisins segir fyrirtækið sérhæfa sig í sölu á hágæða hljómtækjum fyrir fyrirtæki og einstaklinga. „Við erum t.d. með mikið af flottum heyrnartækjum, þráðlausum hátölurum og alls konar hljóm- flutningstækjum, heimabíóum og vörum tengdu því,“ segir Þorsteinn.
„Við bjóðum viðskiptavinum upp á persónulega þjónustu og kennum þeim á öll tækin,“ segir Þorsteinn sem segir opnunartímann vera mjög sveigjanlegan og að viðskiptavinum geti jafnvel boðist að fá heimsókn til að skoða aðstæður og veita alhliða ráðgjöf við val á hljóð- og myndlausnum fyrir einstaklinga, fyrirtæki og stofnanir. „Við förum í heimsóknir endurgjaldslaust hér á höfuðborgarsvæðinu. Við leggjum því mikið upp úr faglegri þjónustu,“ segir Þorsteinn.
Fyrirtækið var upphaflega stofnað árið 1999 en uppbygging þess í núverandi mynd hófst 2008 og hefur verið að þróast síðan að sögn Þorsteins sem bendir á að fyrirtækið sé með eldri kennitölu en allir bankarnir í landinu!
Aðspurður um markhópinn segir Þorsteinn: „Í raun allir sem vilja gæði á góðu verði,“ og bætir við að viðskiptavinir fyrirtækisins hafi verið aðilar sem reka íþróttamannvirki, félagsheimili og öflug fyrirtæki og að sjálfsögðu einstaklingar sem gera kröfur um gæði
Helstu vörumerki
„Við erum með merki eins og BeyerDynamic, Cambridge Audio og Nortek Control/Nice sem eru helstu merkin í heimilislausnum. NHL leggur líka mikla áherslu að versla beint við framleiðanda þannig að enginn annar komi að vörunni áður en við fáum hana. Með því náum við vörunni heim með hagkvæmari hætti sem skilar sér í ódýrari vöru til okkar viðskiptavina.“
Þá bendir Þorsteinn á frábær merki í fyrirtækjalausnum, DAS Audio, Intusonic/Hill Audio, Blustream, Kordz og Beyer Dynamic.
Segir hann að best sé að skoða heimasíðuna www.nhl.is og á Facebook
Reglubundinn opnunartími NHL er kl. 10-18 virka daga og á laugardögum kl. 12-16. En eins og Þorsteinn hefur tekið fram þá er hægt að ná í hann bæði á kvöldin og á sunnudögum.
Hægt er að senda póst á nlh@nlh.is eða hringja í síma 665 2800.