Skóhöllin í Firði fagnar 16 ára afmæli um þessar mundir. Reyndar eru rætur verslunarinnar enn eldri því hjónin Vigdís Grétarsdóttir og Helgi Rúnar Gunnarsson keyptu rekstur verslunarinnar Eurosko 2005 en verslunin hafði verið við Bæjarhraun og síðar í Firði. Var verslunin fyrst rekin undir nafni Eurosko en síðar Skóhallarinnar. Rekstrarfélag þeirra hjóna er Fjarðarskór ehf.
Vigdís hefur staðið vaktina alla tíð síðan og fyrstu árin með dætrum sínum. Tengsl við norsku skókeðjuna héldu áfram en eftir hrun var þeirri tengingu slitið og fær Vigdís skó víða að. Helstu skómerkin í dag eru Piano, SixMix og Tamaris fyrir konurnar og Imax og Sketchers fyrir karlana og reyndar börn og konur líka.
Segir Vigdís konur fjölmennustu viðskiptavinina enda er vöruúrvalið gott og einnig af barnaskóm. Gott úrval af karlmannsskóm dregur karlana líka að og heilu fjölskyldurnar því oft samankomnar í Skóhöllinni.
Fylgist vel með Skóhöllinni á Facebook og Instagram, þar má örugglega finna einhver afmælistilboð en nú eru einnig að hefjast TaxFree tilboðsdagar í Firði.
Skóhöllin er ein af 27 verslunar- og þjónustuaðilum í verslunarmiðstöðinni Firði en verslunarmiðstöðin fagnar einmitt 27 ára afmæli sínu á þessu ári.