fbpx
Mánudagur, janúar 20, 2025
HeimKynningVísindin geta verið ágæt en eiga ekki heima alls staðar og allra...

Vísindin geta verið ágæt en eiga ekki heima alls staðar og allra síst í andstöðu þátttakenda 

Ólafur Elínarson fer mikinn í bæjarblaði Hafnfirðinga og reynir að sannfæra íbúa um ágæti Coda Terminal verkefnisins og gerir lítið úr skoðunum og áhyggjum fólks sem búa í nálægð við væntanlegt verkefni. Tölum aðeins um staðreyndir

Staðreynd: Coda Terminal er tilraunaverkefni sem hefur aldrei verið framkvæmt í heiminum í svona mikilli nálægð við íbúabyggð eða á þeim skala sem fyrirhugað er. Það kemur fram í fundargerðum frá Carbfix.

Staðreynd: Hætta er á örvaðri skjálftavirkni í 2 km radíus frá niðurdælingu þar sem hundruðir ef ekki þúsundir Hafnfirðinga búa. Þrátt fyrir að Ísor segi að hættan sé óveruleg er í hæsta máta óeðlilegt að íbúar og fasteignaeigendur lifii við þá óvissu í tugi ára og taki þessa áhættu fyrir fyrirtæki í tilraunarstarfsemi.

Staðreynd: Niðurdæling á koldíoxíð og tilfallandi efnum frá stóriðju Evrópu mun eiga sér stað í rúmlega 4 kílómetra fjarlægð frá eina vatnsbóli Hafnfirðinga.

Staðreynd: Verkefnið krefst gríðarlegra notkunar á auðlindum. Þar erum við að tala um meira grunnvatn en allt höfuðborgarsvæðið notar. Heitt vatn og að lokum raforku. Ef tankskipin munu leggjast að og tengjast rafmagni verður Coda Terminal stórnotandi á raforku. Nú er raforkuskortur í landinu (samkvæmt sumum) og fyrirséðar miklar hækkanir raforkuverðs á almenning, þurfum við enn einn stórnotandann á raforku sem bitnar á raforkuverði almennings?

Staðreynd: Verkefni í líkingu við Coda Terminal er að leggjast af víða um heim þar sem þau eru hreinlega ekki að ganga upp sökum andstöðu almennings eða þykja ekki ekki fjárhagslega hagkvæm.

Staðreynd: Fjölmargir óvissuþættir fylgja Coda verkefninu eins og áhrif á grunnvatn og einstökum náttúrufyrirbærum sem við Hafnfirðingar eigum að vera stoltir af og leggja metnað okkar í að varðveita en ekki tefla í hættu.

Staðreynd: Carbfix hefur ekki gefið út endanlegan ávinning verkefnisins fyrir loftslagið og velur að taka einungis afmarkaða þætti í sína útreikninga. Það er því með öllu óljóst hvort að verkefnið hafi nokkurn ávinning fyrir loftslagið en eitt er víst að það hefur engin áhrif á hamfarahlýnun.

Staðreynd: Mat umhverfisstofnunar á áhrifum Coda var neikvætt á marga vegu.

Staðreynd; Þau tilfallandi efni sem geta fylgt koltvísýringum frá stóriðju Evrópu eru mörg hver óæskileg og hættuleg eins og blásýra.

Staðreynd: Ekki eru til viðmið á íslandi sem segja til um hvaða efni og í hvaða styrk megi dæla niður í berg. Carbfix notast við viðmið sem notuð eru við niðurdælingu í Norðursjó.

Staðreynd: Eftirlit með starfsemi Coda og umhverfisáhrifum verður að mestu í höndum Coda sjálfs sem mun skila inn gögnum til viðeigandi stofnanna. Íslendingar hafa ekki góða reynslu af því þegar fyrirtæki hafa eftirlit með sjálfu sér nægir að nefna sjókvíaeldi sem varð þess valdandi að norskur eldislax fannst í mörgum helstu laxveiðiám landsins.

Staðreynd: Íbúar vilja ekki fá 80 borholur í bakgarðinn sinn og láta dæla erlendum efnaúrgangi undir heimili sín og nærumhverfi.

Það er viðtekin venja að og ber vott um gott vísindasiðferði að leita samþykkis þátttakenda í tilraunum áður en þær hefjast. Ef ekki væri fyrir íbúa sem hafa staðið í mótmælum núna 7 mánuði þá væri engin íbúakosning uppi á borðum.

Elínrós Erlingsdóttir,
svæfingahjúkrunarfræðingur og íbúi Vallarhverfis. 

 

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2