fbpx
Þriðjudagur, nóvember 5, 2024
target="_blank"
HeimFréttirFyrsta rafíþrótta- og leiktækjamót Hafnarfjarðar

Fyrsta rafíþrótta- og leiktækjamót Hafnarfjarðar

Um 30 unglingar í 8.-10. bekk kepptu á móti í Nýja Vitanum

Rafíþróttir er tískuorð í dag og hljómar sem algjör nýjung sem það þó er alls ekki. Lengi hefur verið keppt í tölvuleikjum á Íslandi en nú er sjónum meira beint að þeim hópum sem jafnvel loka sig af við tölvur sínar í tölvuleikjum.

Gamall nemandi Lækjarskóla sem unnið hefur við uppsetningu tölvuleikjakeppna á Ítalíu, Dubai og víðar kíkti við.

Fyrsta rafíþrótta- og leiktækjamótið var haldið í Hafnarfirði 24. apríl sl. í , Nýja Vitanum, nýju félagsmiðstöð Lækjarskóla í gamla Lækjarskóla. Þangað voru nemendur í 8.-10. bekk boðaðir og að sögn Sigmars Inga Sigurjónsson deildarstjóra tómstundamiðstöðvar Lækjarskóla og sérstaklega var vonast til að sjá þá sem ekki hafa verið að koma í félagsmiðstöðvarnar að staðaldri. Sagðist hann vera að sjá nokkur ný andlit en hátt í 30 keppendur tóku þátt í mótinu sem þó var ekki stórt í sniðum.

Keppt var í fótboltaleiknum FÍFA, Rocket Leagues, pílukasti, borðtennis og fl. og virtist almenn gleði með mótið þegar blaðamaður Fjarðarfrétta leit við.

Verður spennandi að fylgjast með hvernig þróun rafíþrótta/tölvuleikja verður í framtíðinni en víða erlendis er keppt í rafíþróttum og oft háar upphæðir í verðlaun.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2