fbpx
Þriðjudagur, janúar 21, 2025
HeimFréttirViðskiptiSkólamaturinn kemur nú frá Skólaaski

Skólamaturinn kemur nú frá Skólaaski

Hafnafjarðarbær hefur gert samning við Skólaask, dótturfyrirtæki ISS um rekstur mötuneyta leikskóla og grunnskóla. Skólaaskur mun taka að sér rekstur mötuneyta og lögð verður áhersla á þrjá mikilvæga þætti; næringu barna, umhverfissjónarmið og matarsóun.

Í upphafi skólaárs eru börn skráð í mataráskrift hjá Skólaaski, en hægt er að velja um fasta áskrift 5 daga vikunnar, dagaval eða að kaupa stakar máltíðir.

Allir matseðlar eru næringaútreiknaðir og farið eftir ráðleggingum embætti Landlæknis. Matseðlarnir eru birtir á heimasíðu Skólaasks þar sem foreldrar og aðrir aðstandendur geta fylgst með matseðlum og samsetningu matseðla. Þar birtast einnig upplýsingar um innihald.

Við matseðlagerð er notast við handbók fyrir skólamötuneyti sem var gefin út af embætti Landlækni árið 2010. Í ráðleggingunum er gert ráð fyrir að það sé heit máltið a.m.k. fjórum sinnum í viku og gert ráð fyrir að ávextir eða annarskonar grænmeti fylgi hádegisverði. Til drykkjar verði boðið upp á vatn og/eða léttmjólk með flestum máltíðum.

Viðmið fyrir grunnskóla:

Orka (kcal) 500 meðaltal viku
Lágmark: 450 kcal – Hámark: 750 kcal (einstaka máltíð)
Kolvetni 50-60%
Prótín 15-30%
Fita 15-40%
Natríum (salt) ekki meira er 500 mg natríum eða 1,25 g salt í máltíð

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2