Hafnfirðingar hafa verið duglegir að nýta upplandið til útivistar í góðviðrinu síðustu daga. Greinilegt er að fleiri eru frá vinnu eða skóla en áður og sjá má fólk á öllum tímum.

Starfsmenn Hafnarfjarðarbæjar hafa nú rutt vegi í upplandinu til að gera aðgengi betra og lagt áherslu á að ryðja bílastæði þar sem mikið er stoppað.
Þar sem vegirnir eru mjóir er rétt að fara varlega og getur sólbráð einnig valdið því að hálka myndast.
