Fjölmargar trillur voru í Hafnarfirði og margar voru við festar í höfninni og var farið út í þær í léttabátum. Guðmundur Halldórsson, vélstjóri í Íshúsi Hafnarfjarðar átti góða opna trillu sem hann nýtti til veiða. Þessi mynd er tekin 1966 þar sem sjá má þá Gísla Jónsson, þáverandi rafveitustjóra t.v. og Hörð Hallbergsson starfsmann á Rafveitu Hafnarfjarðar halda til hafs með Bóbó eins og Guðmundur var kallaður. Ljósmyndarinn var níu ára gamall og myndin tekin á litla Agfa myndavél.
Ljósmynd dagsins – Hafnarfjarðarhöfn
Tengdar greinar