Á ljósmynd dagsins má sjá húsið Heklu sem stóð ofanvert við Strandgötu og var nr. 27.
Húsið hýsti m.a. Brauns verzlun og á sjöunda áratuginum var þar verslunin Sportval með Jónas Jónasson sem búðarstrák enda átti faðir hans búðina. Þeir sem muna eftir húsinu muna kannski flestir eftir sjoppunni sem þar var. Lágt var til lofts á jarðhæðinni og áberandi bitar í loftinu. Búið var á efri hæðinni.
Síðar var húsið skráð Strandgata 33. Í bók Magnúsar Jónssonar, Bær í byrjun aldar, segir að e. t. v. neðri hæðin sú sama og 1902.
Árið 1902 voru aðeins hjónin Kristján Guðnason skósmiður og Þórdís Bjarnadóttir, systir bræðranna á Hamri og Agnesar, fyrri konu Eyjólfs Illugasonar. Lilja, dóttir þessara hjóna, var farin, gift Árna Jónssyni timburkaupmanni í Reykjavik, dóttursyni Árna hreppstjóra Hildibrandssonar.
Húsið var rifið til að reisa mætti hús Samvinnubankans.
Ljósmyndari: óvitað