fbpx
Miðvikudagur, júlí 17, 2024
HeimFréttirLjósmynd dagsins - Hornstaurinn

Ljósmynd dagsins – Hornstaurinn

Náttúran getur verið skemmtileg. Hornstaur í girðingu um Skátalund við Hvaleyrarvatn er kominn til ára sinna og fúinn farinn að éta innan úr honum. Lauf og lífrænt efni hefur síðan fokið ofan í staurinn og sennilega hefur þröstur sest þar á eftir að hafa étið ber af reynivið.

Nú er farið að vaxa upp lítið reyniviðartré í staurnum og má því segja að staurinn sé að endurnýja sig sjálfur.

Ljósmynd: Guðni Gíslason.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2