Ljósmynd dagsins er ný af nálinni, tekin sl. þriðjudag og birtist í dag á baksíðu Fjarðarfrétta. Ef vel er að gáð má glitta í rosabaug og einnig að regnboginn nær ekki bara niður að sjóndeildarhringnum, heldur alveg niður á jörðu. Var regnboginn óvenju skýr og nálægur.
Á baksíðu Fjarðarfrétta er spurt hvort fólk þekki staðinn en hann er alveg við eina fjölförnustu leið á milli Hafnarfjarðar og Reykjavíkur. Gatan er Hnoðraholtsbraut og það glittir í íbúðarhverfið í Hnoðraholti í Garðabæ og til vinstri má sjá í bíla á (nýju) Reykjanesbrautinni. Til hægri má sjá golfvöll Golfklúbbs Garðabæjar.