Árið 2003 færði Guðfinna Mathiesen Beavans, oft kölluð Dunda Matt., Bókasafni Hafnarfjarðar tvær verslunarbækur úr fórum föður síns, Jóns Mathiesen sem rak verslun Jóns Mathiesens við Strandgötu frá 1922-1972.
Þetta glæsilega hús sem stóð þá alveg niðri í fjöru var byggt árið 1929 og var hið glæsilegasta, með verslun á jarðhæðinni og íbúð uppi.
„Það bezta er aldrei of gott“
Margir þekkja kjörorð hans sem varð landsþekkt, „Það bezta er aldrei of gott“.