Við erum fljót að venjast umhverfi okkar jafnvel þó breytingarnar hafi verið umdeildar.
Norðurbakkinn var eitt heitasta umræðuefni bæjarbúa og fjölmargir eru enn mjög ósáttir þó flestir hafi sætt sig við byggðina þarna.
Endalaust mætti fjalla um skipulagið þarna en nú er aðeins sjálfur bryggjukanturinn eftir sem gæti boðið upp á ýmsa möguleika. Þó eru aðeins einfaldar lagfæringar á teikniborðinu, lagfæringar sem munu þó bæta aðgengi og fegra svæðið.
En myndin var tekin á hrunárinu 2008, þegar allt var á fullum snúningi.