Snjallsímaapp Fjarðarfrétta

Blað Fjarðarfrétta má lesa á margan máta.

Prentuðu blaði er dreift inn á heimili í Hafnarfirði auk þess sem það liggur frammi í helsti matvöruverslunum en margir vilja halda á blaðinu í hendinni og lesa upp á gamla mátann.

Nýr lestrarmáti á netinu

Vefapp

Lesa má blaðið í vefappi vefblad.fjardarfrettir.is í tövlum þar sem smella má á frétt og lesa á sérstöku lestrarsniði. Í vefappinu má leita í eldri blöðum og lesa öll eldri blöð frá 2016.

Snjallsímaapp

Nú eru komin út snjallsímaöpp, bæði fyrir Android síma og iOS síma og þá er líka hægt að láta appið lesa upp fréttirnar fyrir sig. Þá er líka hægt að fá sendar tilkynningar þegar ný blöð koma út en þá er mikilvægt að leyfa tilkynningar í appinu.

Í appinu er hægt að stilla leturstærð og jafnvel leturgerð og að sjálfsögðu að skoða eldri blöð og vista í símann svo mögulegt sé að lesa þótt ekkert netsamband sé.

Sæktu app fyrir þinn síma

Hægt er að sækja app í þinn síma  í Play Store í Android símum og í Apps store í iOS símum. (Smelltu á tenglana ef þú lest þetta í símanum eða í spjaldtölvu)

Frítt er að sækja appið og lesa Fjarðarfréttir!