fbpx
Þriðjudagur, júlí 16, 2024
HeimUmræðanAð gera gott betra

Að gera gott betra

Jónas Henning skrifar

Hafnarfjörður getur verið stoltur af ótalmörgu. Hér þrífst fjölbreytt atvinnulíf  og fólkið sem gerir bæjarlífið að þeim einstaka stað sem Hafnarfjörður er enn fjölbreyttara. En það sem við Hafnfirðingar getum verið hvað stoltust af er okkar magnaði árangur í lýðheilsumálum. Árangur þekktari íþróttafélaganna hér í bænum þarf ekki að kynna þar sem Fimleikafélag Hafnarfjarðar og Haukarnir hafa verið þar fremstir í röð undanfarna áratugi. En í Hafnarfirði eru fleiri félög sem eru í fremstu röð í sínum greinum. Hestamannafélagið Sörli er fremst meðal jafningja í sinni íþrótt, Brettafélag Hafnarfjarðar vex með hverjum deginum og sópar að sér verðlaunum í sínum greinum, Sundfélag Hafnarfjarðar, Golfklúbburinn Keilir, listinn er einfaldlega of langur til að nefna hér.

En hvað eiga öll þessi framúrskarandi félög sameiginlegt fyrir utan Hafnarfjörð? Jú þau eru öll búinn að spengja alla skala hvað aðstöðu og húsnæði varðar. Nýtt húsnæði fyrir Sörla hefur setið á hakanum of lengi, gamla slökkvistöðin okkar rýmir ekki lengur þá rúmlega 330 iðkendur Brettafélagsins, Haukarnir hafa ekki enn aðstöðu til að bjóða knattspyrnudeildinni sinni allan ársins hring, FH geta ekki lengur komið öllum fyrir hjá sér vegna plássleysis. Allstaðar eru viðvörunarljósin farin að kvikna í þessu ómetanlega starfi sem börnin okkar stunda á hverjum degi.

Heilsubærinn Hafnarfjörður? Aðeins ef við brettum upp ermar og og gerum góðan bæ og gott starf betra til framtíðar.

Jónas Henning
skipar 3. sæti á lista Miðflokksins.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2