fbpx
Þriðjudagur, desember 17, 2024
target="_blank"
HeimUmræðanDýravelferð

Dýravelferð

Hildur Björg Vilhjálmsdóttir skrifar

,,Píratar telja að allir hafi rétt til að koma að ákvarðanatöku um málefni sem varða þá.” Þetta segir í grunnstefnu flokksins og er ein af ástæðum þess að Píratar í Hafnarfirði hafa mótað greinargóða stefnu í dýravelferðarmálum.

Píratar í Hafnarfirði telja að Hafnarfjarðarbær ætti, í samráði við hundaeigendur að opna langþráð hundagerði í bænum og viðhalda þeim hundasvæðum sem eru til nú þegar. Við teljum að hundagerði þurfi að innihalda leiktæki og aðra afþreyingu ásamt góðri lýsingu en fyrst og fremst ætti hundagerði að uppfylla lágmarksstærð og öryggiskröfur. Bærinn innheimtir hundagjöld, en ekki er ljóst hvert þau renna. Auka þarf gegnsæi varðandi gjaldtöku af þessu tagi og ljóst þarf að vera hvaða þjónusta kemur á móti.

Píratar í Hafnarfirði vilja að Hafnarfjarðarbær komi að rekstri dýraathvarfs með sólarhrings vakt í samvinnu við hagsmunaaðila og nágrannasveitarfélög.

Við styðjum það góða samstarf sem félagasamtök um dýravelferð hafa átt við Hafnarfjarðarbæ og viljum halda því samstarfi áfram. Hafnarfjarðarbær hefur til dæmis átt samstarf við samtökin Villiketti, við viljum efla slíkt samstarf og vinna að því að bæta líf útigangs- og villidýra en þar hefur TNR (trap, neuter, release) reynst vel til að stemma stigu við fjölgun villidýra og er í senn mannúðleg.

Píratar í Hafnarfirði vilja að meindýravarnir og dýravelferðarstarf verði endurskoðað með tilliti til dýraverndunarlaga og við viljum að Hafnarfjarðarbær setji sér stefnu í dýravelferðarmálum með það að markmiði að varðveita fjölbreytileika dýralífs í Hafnarfirði.

Þetta viljum við framkvæma með aðkomu allra þeirra sem telja sig málið varða.

Hildur Björg Vilhjálmsdóttir
skipar 3. sæti á lista Pírata.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2