fbpx
Miðvikudagur, júlí 17, 2024
HeimUmræðanLeikskólar í fremstu röð

Leikskólar í fremstu röð

Valdimar Víðisson skrifar

Í Hafnarfirði eru öflugir leikskólar sem við ætlum að efla enn frekar.

Stefna ríkisstjórnarinnar segir að fæðingarorlof verði 12 mánuðir. Eftir þann tíma þurfa foreldrar að eiga möguleika á fjölbreyttum dagvistunarúrræðum fyrir börnin sín, meðal annars plássi á leikskóla. Við í Framsókn og óháðum ætlum að sjá til þess að svo verði. En til þess að svo megi verða er mikilvægt að fjölga leikskólakennurum og starfsmönnum á leikskólum almennt. Við viljum ráðast strax í aðgerðir til að bæta vinnuumhverfi starfsmanna á leikskólum, meðal annars með því að starfsmenn fái greitt fyrir viðveru með börnum í hádegi og að vinnudagurinn verði endurskoðaður með hliðsjón af meiri undirbúningstíma til að efla faglegt starf. Við teljum að með þessum aðgerðum þá horfi leikskólakennarar til Hafnarfjarðar sem ákjósanlegan vinnustað. Fjölgun faglærðra á leikskólum eflir faglegt starf.

Við ætlum að fara strax í það að lækka leikskólagjöld þannig að þau verði 29.000 kr. fyrir fyrsta barn, 75% afsláttur fyrir annað barn og 100% afsláttur fyrir þriðja barn. Þegar horft er á höfuðborgarsvæðið er dýrast fyrir fjölskyldufólk að búa í Hafnarfirði og því viljum við breyta.

Það þarf að fjölga leikskólaplássum meðal annars með því að byggja ungbarnaleikskóla og opna aftur leikskóla sem var lokað á kjörtímabilinu.

Mikilvægt að efla enn frekar leikskólann sem fyrsta skólastigið með betra flæði og meiri samvinnu á milli leik- og grunnskóla. Það þarf að efla samstarf starfsmanna leik- og grunnskóla en til þess að það sé gerlegt þurfa starfsmenn leikskóla meiri undirbúningstíma og svigrúm til samstarfs.

Við ætlum að endurskoða rýmisáætlun leikskóla, þ.e. fjöldi barna í hverju rými. Mikilvægt að rýmin séu vel nýtt og það séu ekki of mörg börn í hverju rými.

Við í Framsókn og óháðum ætlum að blása til stórsóknar í málefnum leikskólans.

Valdimar Víðisson
skólastjóri Öldutúnsskóla, skipar 2. sætið á lista Framsóknar og óháðra.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2