fbpx
Miðvikudagur, júlí 17, 2024
HeimUmræðanAð grípa til aðgerða í umhverfismálum

Að grípa til aðgerða í umhverfismálum

Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar

Nýverið var umhverfis- og auðlindastefna Hafnarfjarðar kynnt fyrir íbúum bæjarins. Stefnan er unnin af þver­pólitísku teymi sem leitaði til fjölmargra fag- og fræðimanna við gerð hennar. Hluti af stefnunni er aðgerðaráætlun sem á að vera lifandi plagg sem verður endurskoðuð og uppfærð reglulega.

Nú hafa börn og ungmenni um allan heim látið til sín taka og krafist aðgerða af hendi okkar sem eldri erum og þá ekki síst af þeim sem eru kjörnir fulltrúar um alla heimsbyggðina. Þeirra krafa er skýr. Grípið strax til aðgerða annars fer illa.

Ábyrgð okkar og skylda að bregðast við ákallinu

Það er ábyrgð og skylda okkar sem erum kjörnir fulltrúar hér í bæjarfélaginu að hlusta á raddir þessarar kynslóðar sem nú brýnir okkur að grípa strax til aðgerða. Og það krefst þess af okkur að hugsa stórt í þessum málaflokki og grípa til aðgerða sem skipta raunverulega máli t.d. í loftslagsmálum. Það er svo mikið í húfi.

Forgangsröðun meirihluta bæjarstjórnar ekki í þágu umhverfi­mála

Til að ná markverðum árangri í nánustu framtíð verðum við að forgangsraða í útgjöldum bæjarins í þágu umhverfismála. Það er ljóst. En sást þess nægilega skýr merki í fjárhagsáætlun meirihlutans í ár? Það er vert að minna á að fjárhagsáætlun er stefnuáhersla meirihluta á hverjum tíma. Því miður er veruleikinn sá að umhverfismál eru í reynd ekki í forgangi í bæjarfélaginu okkar. Má í því sambandi nefna að ekkert fjármagn er sérstaklega eyrnamerkt í fjárhagsáætlun í ár til að fylgja eftir umhverfis- og auðlindastefnu bæjarins.

Umhverfismálin í forgang

Það er mikilvægt að allir kjörnir fulltrúar bæjarins taki höndum saman og sjái til þess að umhverfismálin verði í forgangi á næstu misserum ekki aðeins í orði heldur líka á borði. Það er skylda okkar að bregðast við. Við getum svo miklu betur.

Friðþjófur Helgi Karlsson
bæjarfulltrúi.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2