fbpx
Sunnudagur, nóvember 24, 2024
target="_blank"
HeimUmræðanAf hverju er ég í Viðreisn?

Af hverju er ég í Viðreisn?

Jón Ingi Hákonarson skrifar

Ég er í eðli mínu Krati með sterkan hægri fót sem þýðir að ég tel að raunveruleg samkeppni á markaði bæti lífskjör og lífsgæði en þar sem samkeppni er ekki viðkomið þarf að huga að almannahagsmunum með sterkri aðkomu hins opinbera.

Ég vil búa í samfélagi sem er umhugað um alla, þar sem þeir sem búa við skert lífsgæði vegna veikinda, fötlunar eða félagslegra áskorana fái aðstoð sem miði að því að fólk geti lifað með reisn. Lífsgæði án valfrelsis eru engin lífsgæði, þess vegna er valfrelsi eitt af gildum okkar Viðreisnarfólks. Valfrelsi í leikskólamálum, grunnskólamálum, félagslegri þjónustu, íþróttaiðkun, búsetu, félagsstarfi, samgöngumáta, lífsmáta, heilbrigðisþjónustu svo dæmi séu tekin.

Þann 14. maí er valið í þínum höndum. Kjósir þú meira valfrelsi og meiri lífsgæði þá eigum við samleið. Ég kýs meira valfrelsi og meiri lífsgæði.

Að lifa með reisn er hornsteinn okkar í Viðreisn.

Jón Ingi Hákonarson,
bæjarfulltrúi og oddviti Viðreisnar.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2