fbpx
Laugardagur, nóvember 16, 2024
target="_blank"
HeimUmræðanAlbert Svan sækist eftir 3.-4. sæti hjá Pírötum

Albert Svan sækist eftir 3.-4. sæti hjá Pírötum

Albert Svan Sigurðsson hefur sent frá sér tilkynningu um framboð sitt í prófkjöri Pírata í Hafnarfirði sem haldið verður 5. – 12. mars nk.

„Ég heiti Albert Svan Sigurðsson og er 53 ára gamall. Ég býð mig fram í prófkjöri Pírata í sveitastjórnakosningum árið 2022 og vonast kannski eftir 3.-4. sæti. Ég hef verið með lögheimili í Hafnarfirði síðan árið 2020 og er landfræðingur að mennt. Þessa dagana starfa ég hjá Hagstofu Íslands, en hef áður starfað við bókhald hjá Bandaríska hernum, farsímahugbúnað í Finnlandi, fréttaritun fyrir Kínverskt fyrirtæki og sem sérfræðingur í umhverfismálum bæði í Finnlandi og á Íslandi.

Ég hef verið virkur í starfi Pírata síðan 2015, hef setið í framkvæmdastjórn, fjármálaráði og í stjórnum Pírata á Suðurlandi og Pírata í Reykjanesbæ. Píratahreyfingin hentar mér vel því þar er ný sýn á Íslensk stjórnmál og stuðningur við gagnsæi, lýðræði, nýja stjórnarskrá, tjáningarfrelsi og útgreiðanlegan persónuafslátt.

Í Hafnarfirði hefur margt gott verið gert, sem er ástæðan fyrir því að ég valdi að búa í bæjarfélaginu. Sem Pírati sé ég fram á að í bænum megi bæta grunnþjónustu fyrir flesta íbúa, auka íbúalýðræði við ákvaðanatöku og ná bættum árangri í fjármálum með samstarfi við nágrannasveitarfélög.“

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2