fbpx
Laugardagur, janúar 18, 2025
HeimUmræðanAukin lífsgæði fyrir ungt fólk í Hafnarfirði

Aukin lífsgæði fyrir ungt fólk í Hafnarfirði

Máni Þór Magnason skrifar

Hafnarfjörður er þriðja stærsta sveitarfélag landsins. Viðreisn leggur áherslu á aukin lífsgæði fyrir íbúa sveitarfélagsins á öllum aldri og 21% íbúa sveitarfélagsins eru á aldrinum 16-30 ára, en það þarf að huga sérstaklega að þeim hóp. Vegna breyttrar heimsmyndar og tækniframfara hafa orðið miklar breytingar á þörfum þessa hóps. Fyrir það fyrsta þá er mikilvægt að bæjarfélagið komi að því með öllum ráðum að draga úr brottfalli framhaldsskólanema sem er mun meira en í nágrannalöndum okkar. Á seinustu árum hafa tæplega 30% úr hverjum árgangi hætt í framhaldsskóla. Komi til brottfalls er mikilvægt að veita öflugan stuðning í virkni og atvinnuúrræði. Einnig væri hægt að styrkja Hamarinn enn frekar og það góða starf sem fer þar fram.

Að loknum framhaldsskóla er mikilvægt að þjónusta og innviðir bæjarfélagsins styðji við næstu skref hvort sem það er í frekari námi eða vinnu. Viðreisn leggur því áherslu á öflugar og vistvænar samgöngur til og frá sveitarfélaginu. Áhersla er einnig á nýsköpun og atvinnumöguleika í nærsamfélaginu. Sem dæmi er hægt að koma frumkvöðla miðstöðvum (e. starthubs) á laggirnar, en það er atvinnuhúsnæði þar sem sprotafyrirtæki og frumkvöðlar geta leigt aðstöðu fyrir sína starfsemi sem þekkist á mörgum stöðum í kringum okkur. Þetta myndi auka möguleika á atvinnu og auka verðmætasköpun. Með tilkomu Tækniskólans opnast á mörg tækifæri.

Mikilvægt er að huga að fjölbreyttu húsnæðisframboði fyrir þennan aldurshóp hvort sem er til eigu eða leigu. Þá er mikilvægt að raddir þessa aldurshóps sé virk og við í Viðreisn viljum þess vegna auka íbúalýðræði og valfrelsi allra íbúa bæjarins.

Máni Þór Magnason,
skipar 13. sæti á lista Viðreisnar í Hafnarfirði

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2