fbpx
Þriðjudagur, desember 17, 2024
target="_blank"
HeimUmræðanBetri Hafnarfjörður með auknu lýðræði

Betri Hafnarfjörður með auknu lýðræði

Albert Svan Sigurðsson skrifar

Árið 2011 tók höfuðborg Íslands upp á því að bjóða íbúum að setja hugmyndir á vef og „kjósa upp“ bestu hugmyndina. Vef­urinn var þróaður af einka­framtaki sem er sjálfs­eignar­stofnun. Fleiri bæir hafa tekið upp á þessu, þar á meðal Hafnarfjörður. Þar sem vel hefur tekist til hefur þessi vefur orðið að gagnlegri uppsprettu hug­mynda fyrir bæjaryfirvöld, tillögum verið tekið fagnandi, athugasemdum svarað og hugmynd­irnar settar í ferli og fram­kvæmdar.

Á Betri Hafnarfjörður er að finna fjölmargar hugmyndir sem íbúar hafa sett inn sem óvíst er að hafi náð til stjórn­enda í bænum, eða í það minnsta fer lítið fyrir svörum fulltrúa bæjarins við hinum ýmsu áhugaverðu tillögum sem íbúar hafa sett fram. Þar er þó hlekkur á vefsíðu Hafnarfjarðar þannig að eitthvað hlutverk hlýtur bærinn að hafa fyrir Betri Hafnarfjörð, því ekki trúum við því að einungis sé um sýndargjörning að ræða.

Píratar í Hafnarfirði leggja áherslu á að Betri Hafnar­fjörður þjóni sem raunveru­legur samráðsvettvangur. Hug­­­myndir íbúa þar eru sýnilegar, en þurfa að vera skoðaðar af fulltrúa bæjarins, þær bestu ættu undan­tekn­ingarlaust að verða að raunveruleika. Píratar vilja tryggja að fulltrúi Hafnarfjarðar eða talsmaður bæjarbúa hafi það hlutverk að sinna þessum fína íbúavef og vinna að framgangi málefna.

Albert Svan Sigurðsson,
frambjóðandi í 3. sæti fyrir Pírata í Hafnarfirði

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2