fbpx
Miðvikudagur, júlí 17, 2024
HeimUmræðanBýr glaðasti hundurinn í Hafnarfirði?

Býr glaðasti hundurinn í Hafnarfirði?

Það er óhætt að segja að hundaeign hafi almennt aukist til muna frá upphafi heimsfaraldursins og er hundahald að festa sig í sessi frá því að hundahald var yfirhöfuð leyft.

Hundar eru tryggustu vinir mannsins og eru ímynd hreysti, hreyfingu og bættrar  lýðheilsu þar sem þeir þurfa mikla og góða hreyfingu.

Þó að hundar séu orðnir stór hluti fjölskyldunnar er erfitt að finna góð svæði þar sem hægt er að leyfa þeim að hlaupa um frjálsa.

Hundagerði eru því orðin mikilvægur hluti af þessari aukningu í hundahaldi en í Hafnarfirði eru tvö hundagerði, eitt opið og annað lokað, sem sett var upp nýlega að frumkvæði Viðreisnar.

Við í Viðreisn sjáum það sem upphaf að fleiri slíkum gerðum og teljum mikilvægt að þeim verði fjölgað. Við í Viðreisn teljum að hundagerði þurfi að innihalda góða lýsingu, einhverja afþreyingu eins og leiktæki og þjónustu við svæðin með því að bjóða uppá poka við svæðin og setja upp lokanlegar ruslatunnur. Þá viljum við í Viðreisn  að hönnun þeirra uppfylli allar öryggiskröfur.

Í dag er innheimt um 15.000 krónur fyrir hvert leyfi og er veittur afsláttur þeim sem sækja viðurkennd hundanámskeið.

Þá er erfitt að átta sig á hversu margir hundar eru skráðir í Hafnarfirði og erfitt að átta sig á hvernig því fjármagni sé varið.

Við í Viðreisn viljum opið og gagnsætt ferli varðandi gjaldtökuna. Við viljum lækka leyfisgjöldin með það að markmiði að fjölga skráningum og nýta fjármagnið í uppbyggingu hundasvæða. Efla þarf líka þjónustu um utanumhald varðandi vistun og móttöku dýra sem eru týnd og að Hafnarfjarðarbær komi að rekstri dýraathvarfs með sólarhrings vakt í samvinnu við hagsmunaaðila og nágrannasveitarfélög.

Meiri gleði, meiri Viðreisn

Karólína Helga Símonardóttir,
skipar 2. sæti á lista Viðreisnar í Hafnarfirði.

Þórey S. Þórisdóttir,
skipar 6 sæti á lista Viðreisnar í Hafnarfirði.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2