fbpx
Mánudagur, nóvember 25, 2024
target="_blank"
HeimUmræðanÉg er tilbúinn í verkefnið

Ég er tilbúinn í verkefnið

Valdimar Víðisson skrifar

Listi Framsóknar í Hafnarfirði hefur á að skipa öflugu fólki. Mér hefur verið falið það hlutverk að leiða listann og er ég þakklátur fyrir það traust.

Síðustu vikur höfum við unn­ið að málefnaskrá flokksi­ns. Það eru fjölmörg verkefni sem við viljum halda áfram með og efla og eins ýmis ný verkefni sem við viljum ráðast í.

Við ætlum að:

  • halda áfram að lækka kostn­að á fjölskyldur og koma á frístundastyrk fyrir öll börn að 18 ára aldri.
  • bæta aðgengi eldri borgara að frí­stunda- og tómstundastarfi, m.a. með því að nýta húsnæði grunnskólanna.
  • samþætta heimaþjónustu og heima­hjúkrun.
  • halda áfram að stytta biðlista eftir húsnæði fyrir fatlað fólk en á kjör­tíma­bilinu hafa opnað þrír nýir búsetukjarnar og hafinn er undirbúningur að þeim fjórða.
  • fjölga fagfólki innan grunnskólanna til að styðja betur við skóla án að­­grein­ingar.
  • stórbæta göngu- og hjólastíga, auk þess að hækka forgang þeirra í vetrar­þjón­ustu.

Þetta er einungis brot af þeim málefnum sem við ætlum að vinna að á næsta kjörtímabili. Málefna­skráin verður kynnt íbúum á næstu dögum.

Ég hlakka til komandi kosningabaráttu. Ég hef starf­að sem skólastjóri í bráðum 20 ár og sú reynsla á eftir að nýtast mér vel í baráttunni. Í starfi skólastjóra þarf m.a. að sætta ólík sjónarmið og vinna með fólki að lausn mála.

Ég hef þá sýn á stjórnmál að við þurfum að vinna vel saman. Okkur, sem störfum á vettvangi stjórnmálanna, getur greint á um leiðir og forgangsröðun en markmiðið er alltaf það sama; við viljum að íbúum líði vel og að hér sé gott fyrir alla að búa.

Ég vona að kosningabaráttan verði fagleg og heiðarleg. Við í Framsókn ætlum að heyja málefnalega, faglega og skemmtilega kosningabaráttu. Saman ætlum við halda áfram að gera góðan bæ enn betri.

Valdimar Víðisson,
oddviti Framsóknar í Hafnarfirði
og skólastjóri Öldutúnsskóla

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2