fbpx
Miðvikudagur, október 16, 2024
target="_blank"
HeimUmræðanEkki hætta í íþróttum, prófaðu bara aðrar!

Ekki hætta í íþróttum, prófaðu bara aðrar!

Silja Úlfarsdóttir skrifar

Silja Úlfars heiti ég og er þjálfari 8.-10. bekkinga í frjálsum hjá FH. Ég veit að brottfall verður oft á unglingsárunum úr íþróttum en ég held að það megi oft koma í veg fyrir það með smá fjölbreytni. Mig langar þess vegna til að hvetja þau sem eru að íhuga að hætta í sínum íþróttum að koma og prófa frjálsar, kannski ert þú næsta framtíðarefni í kastgreinum, stökkgreinum eða hlaupum?

Sjálf æfði ég handbolta og fótbolta á mínum yngri árum en ég  fann að minn styrkleiki var hvað ég var fljót að hlaupa. Ég vann óvænt keppni í skólanum í unglingadeild og byrjaði þá að æfa og keppa í frjálsum, ég var spretthlaupari á sumrin og í handbolta á veturna. Fljótlega var ég komin í unglingalandsliðið. 16 ára þegar ég byrjaði í Verzló ákvað ég að einbeita mér að frjálsum, ég fór í kjölfarið í háskóla í Bandaríkjunum og í kaupbæti fékk ég að ferðast út um allan heim.

Það er nefnilega snilldin við frjálsar íþróttir: að þú getur komið inn seinna og oft er það eiginlega bara betra, hér eru fleiri dæmi:

  • Þórey Edda Elísdóttir stangarstökkvari og ein besta íþróttakonan okkar fór þrisvar á Ólympíuleika hún byrjaði í frjálsum íþróttum 19 ára.
  • Daníel Ingi Egilsson á Íslandsmetið í langstökki og þrístökki, hann æfði frjálsar þegar hann var yngri en byrjaði svo aftur 21 árs.
  • Hilmar Örn Jónsson sleggjukastari byrjaði að einbeita sér að köstum 15 ára og sleggjukasti 17 ára. Hann hefur keppt á Heimsmeistaramótinu og Evrópumeistaramótinu margsinnis síðustu ár.

Ég vil því hvetja ykkur kæru unglingar til að hverfa ekki úr íþróttastarfi þótt þið séuð að hætta í boltaíþróttunum sem þið hafið „alltaf“ verið í. Hvað ef þú átt helling inni? Kannski var það bara upphitun fyrir þinn íþróttaferil, það eru svo margar og fjölbreyttar íþróttagreinar í boði.

Í unglingaflokkum í frjálsum þá erum við byrjuð að einbeita okkur að áhugasviðinu okkar, hvað viltu prófa, hlaup, köst, stökk? Einnig er svo margt annað í boði og aldrei of seint að prófa og kynnast einhverju nýju.

Æfingatímar hjá 8.-10. bekkingum í frjálsum eru mánudaga, þriðjudaga, fimmtudaga og föstudaga kl. 16:30 – 18:00 í frjálsíþróttahúsinu í Kaplakrika.

Hvet ykkur til að koma og prufa ég tek vel á móti ykkur og hjálpa ykkur að finna ykkar næsta skref í þínum íþróttaferli.

Silja Úlfarsdóttir
siljaulfarsdottir@gmail.com

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2