fbpx
Þriðjudagur, nóvember 5, 2024
target="_blank"
HeimUmræðanEr meirihlutinn að slá ryki í augu fólks?

Er meirihlutinn að slá ryki í augu fólks?

Sigurður P. Sigmundsson, oddviti Bæjarlistans skrifar

Hafnarfjarðarbær virðist vera með sérstakt átak í gangi nú um stundir við að kynna byggingaráform næstu árin. Sá tónn er sleginn að það sé allt svo til klappað og klárt og búast megi við að uppbyggingin skili fjölgun íbúa um 17 þúsund til ársins 2040. Greinilegt að bæjarstjórnarmeirihluta sjálfstæðismanna og framsóknar er mikið í mun að telja fólki trú um mikla uppbyggingu eftir stöðnun og fólksfækkun síðustu ára.

Besta mál að eitthvað sé að gerast í byggingu íbúðarhúsnæðis í bænum en fjölgun um 17 þúsund manns á 18 árum er algerlega óraunhæft. Slíkt myndi setja alltof mikinn þrýsting á uppbyggingu innviða. Sem dæmi þá fjölgaði íbúum Hafnarfjarðar um rúm 10 þúsund á árunum 2000 til 2022. Þegar svona tölum um byggingaráform er slegið fram verður að gera kröfur um að nánari upplýsingar fylgi um hvað þurfi til að slíkt raungerist. Skoðum nokkur atriði:

  1. Hafnarfjarðarbær á mjög fáar lóðir á Hraun-vestur svæðinu, Flensborgarsvæðinu og Óseyrarsvæðinu. Hefur vissulega skipulagsvaldið en stýrir ekki hraða uppbyggingar. Lóðareigendur ráða þar för.
  2. Téður meirihluti virðist treysta á að Borgarlínan muni leysa að mestu aukna ferðaþörf á höfuðborgarsvæðinu. Um það ríkir óvissa auk þess sem Hafnarfjörður er aftarlega á framkvæmdaráætlun.
  3. Ekki hefur náðst samkomulag við Garðabæ og Vegagerðina um vegstæði ofanbyggðarvegar.
  4. Í samgönguáætlun eru 12.600 m.kr. áætlaðar árin 2024-2029 í Reykjanesbrautina milli N1 Lækjargötu og Kaplakrika. Enn ekki búið að ákveða hvort vegarkaflinn verði lagður í stokk eða önnur útfærsla valin. Stokkur yrði óhemju dýr og forsendan er sú að búið verði að leggja ofanbyggðarveginn til að taka við umferðarþunganum í tvö ár eða svo.

Þetta eru einungis nokkur atriði sem upplýsa þarf almenning um áður en slegið er upp glæstum byggingaráformum. Við í Bæjarlistanum leggjum áherslu á vönduð og heiðarleg vinnubrögð.

Sigurður P. Sigmundsson,
oddviti Bæjarlistans

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2