fbpx
Miðvikudagur, júlí 17, 2024
HeimFréttirPólitíkFjárfestum í unga fólkinu í Hafnarfirði

Fjárfestum í unga fólkinu í Hafnarfirði

Steinn Jóhannsson skrifar

Unga fólkið er framtíð Hafnarfjarðar. Þess vegna er mikilvægt að hlúa vel að þeim og bjóða upp á menntun, íþróttir og tómstundir þar sem hver einstaklingur nýtur sín á eigin verð- og styrkleikum. Því miður eru ákveðin teikn á lofti (samkvæmt rannsókninni „Hag­ir og líðan ungs fólks í Hafnarfirði“) þar sem hlutfall ungmenna í 5.-7. bekk í Hafn­ar­firði sem á fáa eða enga vini er hærra en landsmeðaltalið. Annað athyglisvert í rann­sókninni er að hlutfall þeirra ungmenna sem eru stundum eða oft ein heima (2007-2017) hækkar og fer úr 48-55% hjá piltum í 7. bekk meðan að hlutfallið fer úr 45-49% hjá stúlkunum. Einnig er áhyggjuefni að samkvæmt könnuninni þá fær hlutfall pilta minna hrós frá kennurum en stúlkur í grunnskólunum. Það sem þessi rannsókn leiðir í ljós er að líðan ungmenna getur borið af skaða haldi þessi þróun áfram og stóra spurningin er hvernig getum við spornað við henni í Hafnarfirði til að búa ungmennum betri framtíð?

Hvetjum ungmenni til að stunda íþróttir og tómstundir

Svarið felst m.a. í að hvetja ungmenni til að stunda íþróttir og tóm­stundir en þar myndast oft vina­tengsl sem vara alla manns­ævina. Íþróttir og tóm­stundir styrkja ungmenni á allan hátt enda geta flestir fundið sér áhugamál sem hæfir styrk­leikum hvers og eins. Foreldrar ættu að setja í forgang að verja meiri tíma með börnunum sín­um því það er margsannað að meiri samvera með foreldrum er hvatning fyrir börnin til betri verka. Meiri samvera styrkir einn­ig samband ungmenna og forelda og foreldrarnir verða um leið sterkari fyrirmyndir. Annað sem nefna mætti er að heimili og skóli taki höndum saman til að sporna við þessari þróun og aukið samstarf þar á milli væri jákvætt innlegg. Ég tel mikilvægt að Hafnar­fjörður sem bæjarfélag taki á þessum málum og tryggi ungum hafnfirskum ungmennum framtíð sem er björt.

Steinn Jóhannsson
skipar sjöunda sæti á lista Samfylkingarinnar í Hafnarfirði.

Greinin birtist í 15. tbl. Fjarðarfrétta, 12. apríl 2018

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2