fbpx
Þriðjudagur, nóvember 5, 2024
target="_blank"
HeimUmræðanFlensborgarhöfn – Enn eitt blokkarhverfið

Flensborgarhöfn – Enn eitt blokkarhverfið

Ingvar Guðmundsson skrifar

Verið er að vinna að nýju ramma­skipulagi um Flensborgarhöfn eins og Hafnfirðingum ætti að vera kunnugt. Hugmyndirnar sem þar ráða ríkjum eru bæði slæmar og gamaldags. Saga og sérstaða hafnarinnar fær engan hlut í þessum hug­mynd­um, heldur á að skipu­leggja enn eitt blokkarhverfið upp á fjórar, fimm eða þaðan af fleiri hæðir. Við þekkjum þessi blokkar­hverfi frá Sjá­landi í Garðabæ, Kársnesi í Kópa­vogi, Bryggjuhverfi í Grafarvogi og Norðurbakka hér hjá okkur. Þetta eru steindauð úthverfi og styrkja með eng­um hætti atvinnulíf og mannlíf eins ég veit að við Hafnfirðingar vilj­um sjá á þessu svæði í teng­ingu við miðbæ Hafnarfjarðar.

Öll húsin verða rifin, þar með talið Íshús­ið. Nýtingar­hlutföll hækk­uð, bygginga­reitir stækkaðir og byggðar blokkir í staðinn. Byggingaréttur verður aukinn verulega.

Ég skil ekki hvaða atvinnu­stefna þetta er hjá okkur Hafnfirðingum. Allt það grósku­mikla atvinnulíf sem er á svæðinu verður hrakið á brott með þessum hugmynd­um. Hvað verður þá um miðbæ Hafnarfjarðar, ef ekkert atvinnulíf er til staðar?

Það verður að endurskoða þessar hugmyndir ef ekki á illa að fara. Sú kyn­­slóð sem hér ræður ríkjum (mín kynslóð), ætti nú bara að leggja skipu­lagsmál á hilluna og leyfa unga fólkinu að taka við, fólkinu sem þarf að takast á við fjórðu iðnbyltinguna og skapa sér umhverfi til samræmis.

Ég hvet alla Hafnfirðinga til að kynna sér málið á heimasíðu Hafnar­fjarð­arbæjar. Núna er tíminn til að láta í sér heyra, það verður of seint ef þessu ramma­skipulagi verður laumað inn í nýtt aðalskipulag Hafnarfjarðar sem nú er í endurskoðun.

Ingvar Guðmundsson er Hafnfirðingur, fæddur 1958.

Greinin birtist í Fjarðarfréttum, fréttablaði Hafnfirðinga 27. febrúar 2019.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2