fbpx
Þriðjudagur, desember 17, 2024
target="_blank"
HeimUmræðanFrístundastyrkur

Frístundastyrkur

Auðbergur Magnússon skrifar

Ég fór á Ásvelli á laugardalskvöldið og horfði þar á mína menn í handboltaliði Hauka vinna lið ÍBV og halda þar með einvíginu lifandi.

Þar sá ég hvað Frístundastyrkurinn er mikilvægur fyrir börnin, foreldrana og ekki sýst íþróttafélögin.

12 af 16 leikmönnum liðsins voru uppaldir leikmenn hjá félaginu og 4 af 5 starfsmönnum liðsins að auki.

Þetta sér maður líka hjá öðrum félögum og í öðrum íþróttagreinum.

Maður sér þetta út um allan bæ hvað þetta er mikilvægt. Þetta líf og fjör og árangur sem að er í öllum félögum og tómstundum.

Við í Viðreisn viljum hækka þennan styrk og gera börnum, og því eldra fólki sem er með styrkinn,kleyft að skipta honum og velja sér eina tvær eða fleiri íþrótt, leiklist eða aðra tómstund. Það er mikilvægt að barnið og foreldrarnir fái tækifæri til að prófa fleiri möguleika. Það eru ekki allir góðir í handbolta, fótbolta, körfu eða hvað það er. Leyfum barninu að hafa fjölbreytni svo það finni sinn farveg.

Meiri Viðreisn.

Auðbergur Magnússon,
skipar 5. sæti á lista Viðreisnar Hafnarfirði.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2