fbpx
Þriðjudagur, júlí 16, 2024
HeimUmræðanGerum betur

Gerum betur

Sigurbjörg Anna Guðnadóttir skrifar.

Það eru mikilvæg verkefni framundan á næsta kjörtímabili hér í Hafnarfirði enda getum við gert svo miklu betur. Bæjarbúum þarf ekki að fækka eins og þeir gerðu árið 2020. Það þarf ekki setja l eikskólanna í uppnám með vanhugsuðum tilraunum með sumaropnanir. Það þarf ekki að selja frá sér verðmætar tekjumyndandir eignir.

Húsnæði

Skortur á lóðum, leiguíbúðum og félagslegu húsnæði eru vandamál sem bærinn getur leyst. Úthluta þarf fleiri lóðum til fjölskyldna og verktaka og lóðum sérstaklega ætluðum óhagnaðardrifnum leigufélögum, sem byggja meðal annars fyrir eldri borgara, ungt fólk og fólk með fatlanir.

Einnig er nauðsynlegt kaupa fleiri félagslegar íbúðir og stytta biðlistann eftir þeim enda eru í dag 97 umsóknir á honum en ekki voru keyptar nema 6 íbúðir í fyrra og 7 að meðaltali árin þrjú þar á undan.

Skólakerfið

Bærinn verður að reka leik- og grunnskólana með hagsmuni barna og foreldra í huga. Því er nauðsynlegt að starfsfólkið sé sátt og friður ríki í stofnunum. Það er gert með samtali og virku samráði. Einnig þarf að tryggja samkeppnishæf laun og aðbúnað svo við missum ekki kennaran yfir í nágrannasveitafélögin.

Upplandið

Margir hafa uppgötvað útivistarperluna okkar, Hvaleyrarvatn, núna á tímum faraldursins. En upplandið okkar er svo miklu stærra en bara svæðið í kringum vatnið. Það þarf að kanna hvernig er hægt að nýta svæðið betur okkur íbúum bæjarins í hag. Í þeirri skipulagsvinnu er mikilvægt að taka samtalið við okkur bæjarbúa.
Hafnarfjarðarbær getur þetta allt ef honum er rétt stjórnað. Því er mikilvægt að Samfylkingin nái góðri kosningu í vor og verði kjölfesta í nýjum meirihluta.

Sigurbjörg Anna Guðnadóttir, tölfræðingur og doktorsnemi,
gefur kost á sér í 3. – 5. sæti í flokksvali Samfylkingarinnar í Hafnarfirði

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2