fbpx
Miðvikudagur, júlí 17, 2024
HeimUmræðanGerum jólainnkaupin í Hafnarfirði

Gerum jólainnkaupin í Hafnarfirði

Thelma Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Markaðasstofu Hafnarfjarðar skrifar:

Við í Markaðsstofu Hafnarfjarðar skorum á Hafnfirðinga til að gera jólainnkaupin í Hafnarfirði. Hér er allt til alls þegar kemur að verslun og þjónustu, afar fjölbreyttar og fallegar versl­anir sem og veitingastaðir og kaffihús af bestu gerð. Það er ákaflega notalegt og jólalegt að spássera um bæinn, kaupa jólagjafir og fá sér eitthvað góðgæti í kjölfarið.
Miðbærinn okkar sem teygir sig allt frá Norðurbakka að Fornubúðum er fallega skreyttur líkt og undanfarin ár en við minnum einnig á spennandi verslanir víðsvegar annars staðar í bænum.

Á heimasíðu markaðsstofunnar msh.is er hægt að skoða lista af hugmyndum að hafnfirskri jólagjöf en þar á meðal eru gjafabréf að gæða­stund, dýrindis matarkarfa eða listaverk. Á sömu síðu birtist jafn­­framt vikulega ný um­­fjöllun um fyrirtæki í bæn­um þar sem hægt er að kynn­ast þeim sem og fólkinu sem stendur á bak við þau.

Ef þú átt ekki heimangengt þá eru margar verslanir sem og veitingastaðir með heim­sendingar­þjónustu.

Thelma Jónsdóttir,
framkvæmdastjóri Markaðsstofu Hafnarfjarðar.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2