fbpx
Miðvikudagur, júlí 17, 2024
HeimUmræðanGleðilegt sumar Hafnfirðingar

Gleðilegt sumar Hafnfirðingar

Tryggvi Rafnsson skrifar

Sumardagurinn fyrsti er mættur á svæðið, sólin fer hækkandi og Hafn­firðingar eru farnir að grilla reglulega út á svölum. Það er ótrúlega margt spenn­andi sem fylgir sumrinu í ár, ég er nokkuð viss um að veðrið verði með besta móti, Ísland nær ótrúlegum árangri á HM í fótbolta og Pétur vinur minn nær vonandi loksins að klára 5000 stk. púsluspilið sem hann byrjaði að púsla fyrir 4 árum síðan!

Svo eru það auðvitað sveit­ar­­stjórnarkosningarnar í næsta mánuði. Þar er tækifæri fyrir okkur öll til þess að hafa áhrif. Ég tók að mér að vera kosningastjóri fyrir breiðan og sterkan hóp af fólki sem býður sig fram undir merkjum Fram­sóknar og óháðra. Ég tilheyri þeim hópi. Starfið er hafið og það byrjar alveg ótrúlega skemmtilega. Fram­bjóð­endurnir eru á fleygiferð um bæinn að heimsækja fólk, vinnustaði og félaga­samtök og nýta þau samtöl í mál­efnavinnuna sem að er í fullum gangi á sama tíma. Slagorð framboðsins er „Sterkari saman“ og það mun verða þemað í allri okkar vinnu. Þó að frambjóðendur okkar skipi einhver ákveðin sæti þá hafa allir eitthvað fram að færa og með því að vinna saman, hlusta á hvort annað og vinna að því að finna lausnir, þá trúum við því að við munum ná því besta fram fyrir Hafnarfjörð. Þannig viljum við líka vinna eftir kosningar. Við trúum því að það sé meira sem sameinar okkur bæjarbúa en sundrar. Við getum alltaf rökrætt um leiðir og áherslur en einmitt þá er mikilvægast að geta sest niður og rætt málin. Við erum sterkari saman.

Ég hlakka virkilega til komandi vikna og hlakka mikið til að kynna framboðið fyrir ykkur bæjarbúum og ég er viss um að saman munum við ná góðum árangri fyrir Hafnarfjörð.

Gleði­legt sumar.

Tryggvi Rafnsson
kosningarstjóri Fram­sóknar og óháðra í Hafnarfirði.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2