fbpx
Þriðjudagur, desember 17, 2024
target="_blank"
HeimFréttirPólitíkHaraldur R. Ingvason vill leiða lista Pírata

Haraldur R. Ingvason vill leiða lista Pírata

Haraldur R. Ingvason líffræðingur, hefur sent frá sér tilkynningu um að hann sækist eftir 1. sæti á lista Pírata í Hafnarfirði.

„Ég heiti Haraldur R. Ingvason og er 52 ára að aldri. Fjölskyldan hefur búið í Norðurbænum í Hafnarfirði síðan 2017 og kann afar vel að meta hina fjölmörgu kosti hans. Ég hef tekið þátt í starfi Pírata í nokkur ár og býð mig nú fram í 1. sæti í prófkjöri Pírata vegna komandi kosninga.

Ég var smábátasjómaður meðfram námi frá 13 ára aldri til þrítugs. Áhugamálin tengjast flest útivist og umhverfismálum, þar á meðal nýtingu náttúruauðlinda í víðu samhengi. Ég er líffræðingur að mennt, með MS gráðu frá HÍ og hef um árabil starfað sem slíkur á faglegum vettvangi. Ég sat um nokkurra ára skeið í stjórn Félags íslenskra náttúrufræðinga og var um tíma trúnaðarmaður fyrir nokkrar smástofnanir á stór Kópavogs- og Hafnarfjarðarsvæðinu.

Mikilvægi Pírata í íslenskri pólitík hefur löngu sannað sig. Við krefjumst þess að fólk í áhrifastöðum vinni af fagmennsku og virði leikreglur. Við setjum samráð, mannréttindi og umburðarlyndi í öndvegi, leitum framtíðarlausna á stórum sem smáum úrlausnarefnum og horfum á stóru myndina – fyrir okkur öll.“

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2