fbpx
Miðvikudagur, júlí 17, 2024
HeimUmræðanHeilbrigðismál

Heilbrigðismál

Jón Steindór Valdimarsson skrifar:

Viðreisn hefur lagt fram ítarlega og raunhæfa stefnu og áætlun til fjögurra ára um hvernig reisa megi við heilbrigðiskerfið og mæta öldrun þjóðarinnar án þess að stefna rekstri ríkissjóðs í voða.

Viðreisn ætlar að forgangs­raða í þágu heilbrigðiskerfisins á kjörtímabilinu. Árið 2020 verði útgjöld til heilbrigðis­mála 40 milljörðum hærri á föstu verðlagi en árið 2016.

Meðal helstu áhersluatriða Viðreisnar eru að:

  • byggingu meðferðarkjarna við Landsspítala verði lokið eigi síðar en árið 2022. Gert er ráð fyrir tíu milljarða framlagi á ári til byggingar­framkvæmda við Landsspítala á kjörtímabilinu. Það er tvöföldun miðað við gildandi fimm ára ríkisfjármála­áætlun
  • útgjöld til heilbrigðismála almennt verði aukin um átján milljarða á föstu verðlagi á kjörtímabilinu. Með því verði unnt að mæta uppsafnaðri þörf á Landsspítala og fyrirsjáanlegri aukn­ingu í kostnaði heilbrigðiskerfisins vegna mannfjöldaþróunar og hækkandi meðalaldurs þjóðarinnar. Sérstök áhersla verður lögð á að ná niður biðlistum, á eflingu sérhæfðrar þjónustu á heilbrigðisstofnunum, fjárfestingu í nauðsynlegum tækjum og búnaði og á rafræna, samtengda sjúkraskrá
  • stórátak verði gert í uppbyggingu öldrunarþjónustu. Þar verði sex milljörðum á ári varið til uppbyggingar og reksturs nýrra hjúkrunarheimila og eflingar heimaþjónustu svo hægt verði að mæta ólíkum þörfum og mismunandi óskum aldraðra.
  • framlög til heilsugæslunnar verði aukin um einn milljarð á ári á föstu verðlagi. Sérstök áhersla verði á að hækka þjónustustig heilsugæslunnar, stytta bið eftir viðtali við heimilislækni, efla teymisvinnu og auka aðgengi að sálfræðiþjónustu á heilsugæslustöðvum
  • útgjöld til lýðheilsumála verði aukin um einn milljarð á ári til að stórauka heilsueflingu og forvarnir er varðar lífsstílstengda sjúk­dóma, ekki síst á sviði geðheilsu.
  • fjórum milljörðum verði varið til að draga úr greiðsluþátttöku almennings í heilbrigðisþjónustu. Þar verði í fyrstu lögð áhersla á að setja þak á kostnaðar­þátttöku fjölskyldna og þeirra sem hafa úr minnstu að spila og að draga úr kostn­aði fólks við geðheil­brigðis­þjónustu

Efling heilbrigðiskerfisins er eitt brýnasta viðfangsefni stjórnmálanna á komandi árum. Mikilvægt er að áætlanir séu raunhæfar og að tekjuöflun vegna þeirra sé vel skilgreind. Á hvoru tveggja leggur Viðreisn áherslu. Til þess að hrinda þessum áformum í fram­kvæmd þarf Viðreisn þinn stuðning á kjördag. Merktu við C í kjörklefanum.

Jón Steindór Valdimarsson
skipar 2. sæti á lista Viðreisnar í suðvesturkjördæmi.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2