fbpx
Laugardagur, janúar 18, 2025
HeimUmræðanHjólreiðaáætlun fyrir Hafnarfjörð

Hjólreiðaáætlun fyrir Hafnarfjörð

Jón Ingi Hákonarson skrifar

Við í Viðreisn erum í bæjarstjórn til að koma góðum málum af stað. Á fyrsta fundi nýs bæjarráðs nú í júní lögðum við fram tillögu um að Hafnarfjarðarbær fari í það að móta hjólreiðaáætlun til framtíðar. Slík áætlun krefst samvinnu og samstarfs á milli ólíkra sviða og mjög mikilvægt að byrja á réttum enda. Því var tillagan send til skipulagsráðs þar sem grunnurinn verður lagður með því að skipuleggja hvar hjólastígar og hjólaleiðir skulu liggja. Því næst er það framkvæmdasviðs að útfæra, hanna og gera kostnaðaráætlun. Að lokum er það bæjarráðs að samþykkja fjármagn í verkið.

Við í Viðreisn munum veita aðhald og þrýsta vel á að málið verði unnið hratt og af fagmennsku.

Jón Ingi Hákonarson
bæjarfulltrúi, Viðreisn

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2