fbpx
Þriðjudagur, desember 17, 2024
target="_blank"
HeimUmræðanHolurnar í Hafnarfirði

Holurnar í Hafnarfirði

Albert Svan Sigurðsson og Leifur Eysteinn Kristjánsson skrifa

Í Bítlalaginu A day in a life er sungið um að það hafi verið fjögur þúsund holur í iðnaðarbænum Blackburn í Englandi, einhver hafði talið þær allar. Holufyllingar hafa löngum verið hugleiknar Pírötum, bæði lét fyrrum malbikunarmaður sem gerðist þingmaður Pírata það eftir sér að fylla nokkrar ljótar holur í malbikinu í Reykjavík árið 2015 og þá hafa Píratar sóst eftir því að tannlæknaþjónusta verði sett undir sjúkratryggingar, m.a. til að fækka holum í tönnum fólks, sem er mikilvægt í stóra samhenginu.

Ekki eru Píratar þó búnir að telja holurnar í götunum í Hafnarfirði eins og gert var í Englandi, en allir sem aka eða hjóla um bæinn lenda daglega í nokkrum slíkum á leið sinni. Vissulega fjölgar holum á hverjum vetri þar sem veðurgyðjurnar og umferðarþunginn valda álagi og sliti á götum. En eftir því hefur þó verið tekið að í sumarlok er enn hellingur af óviðgerðum holum og misfellum á götum bæjarins.

Píratar vilja að komið verði á hvata fyrir verktaka til þess að leggja malbik sem dugar í meira en eitt ár, eins og nú er oft skrifað í útboðsgögnum. Þetta má laga með því að setja allt að 5 ára ábyrgð í útboðskröfur á malbikunarframkvæmdum í Hafnarfirði. Þá vanda malbikarar betur til verka eða sinna útköllum til lagfæringa á samningstímanum.

Í framhaldi af því mætti einnig skoða fýsileika þess að halda úti vinnuhópi sem sér um viðhald og þrif á stéttum og stígum bæjarins allt árið, s.s. holuviðgerðir, lagfæringar göngustíga og hjólastíga, laufhreinsun á haustin, snjómokstur á veturna, rykhreinsun á sumrin o.s.frv. Það eru í raun til góð dæmi um þessa tilhögun í bæjum á Norðurlöndunum, enda eru meiri líkur á að samgöngumannvirki séu vel hirt ef tiltekinn verktaki ber ábyrgð á að sinna þeim.

Albert Svan Sigurðsson,
frambjóðandi í 3. sæti fyrir Pírata í Hafnarfirði

Leifur Eysteinn Kristjánsson,
frambjóðandi í 7. sæti fyrir Pírata í Hafnarfirði

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2