fbpx
Mánudagur, nóvember 25, 2024
target="_blank"
HeimUmræðanHvað er ábyrg fjármálastjórn?

Hvað er ábyrg fjármálastjórn?

Morgunblaðinu 14. aprí sl. skrifar bæjarstjóri Hafnarfjarðar heljarinnar lofgrein um ábyrga fjármálastjórn bæjarins undir forystu Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks. Með fylgdi flott línurit um að skuldaviðmið og skuldahlutfall færu lækkandi. En það er þetta með prósentunotkun og útskýringar. Þær ber ávallt að lesa með ákveðinni varúð.

Myndin sem fylgir hér með greininni sýnir ekkert hlutfall. Hún sýnir svart á hvítu í krónum hvað bæjarsjóður skuldaði í árslok neðangreind ár og til að gera langa sögu stutta hafa skuldirnar hækkað um 10 milljarða frá 2017, á vakt Sjálfstæðisflokksins. Er það þetta sem kallað er ábyrg fjármálastjórn?

Á myndinni má sjá hvernig skuldir jukust framan af kjörtímabilinu. Hin ábyrga fjármálastjórn meirihlutans (B og D) hefur nú náð að hægja á lántökum. En hvernig? Þegar allt stefndi í óefni á miðju kjörtímabili var farin sú leið að selja ágæta mjólkurkú, HS-veitur (þann hlut sem eftir var af Rafveitu Hafnarfjarðar). Meirihlutanum finnst það ábyrg fjármálastjórn að selja innviðaeignir og skola þannig í burtu eigum bæjarbúa á altari markaðarins á umdeilanlegu verði. Markaðsvirði orkuinnviðafyrirtækja hefur farið hækkandi og þess utan má á það benda að hagnaður HS Veitna jókst um 68% eftir skatta á milli ára 2020 og 2021. Rekstrarhagnaður félagsins jókst úr 1,5 milljarði og nam 2,2 milljörðum króna.

Tillaga Miðflokksins til að rétta af fjárhaginn var auka tekjurnar, að selja lóðir sem voru söluhæfar og tilbúnar til sölu (Hellnahraun 3. áfangi) sem vissulega hefði kostað breytingar á deiliskipulagi en mun vænlegri kostur en að bíða og bíða meðan rafmagnslínurnar yrðu færðar til bráðabirgða sem þýddi að ekki komu peningar í kassann á meðan. En loks nú hefur sú stífla losnað og sala lóða gengið vel sem aftur hefur aukið tekjur bæjarins umtalsvert.

Sala lóða árið 2019 nam 721 millljón króna. Svo losnaði um raflínustífluna, og árið 2020 nam lóðasala tæpum 2,4 milljörðum og 2021 tæpum 3,6 milljörðum. Það er nefnilega hvorki ný saga né gömul að ef tekjurnar hækka þá lækkar hlutfallið milli skulda og tekna. En að selja eigur sínar er afar umdeild leið til ábyrgrar fjármálastjórnunar. Ef meirihlutinn hefði sýnt meiri fyrirhyggju í framboði á íbúðalóðum sbr. hér að ofan, hefði ekki þurft að selja HS-veitur og bæjarbúum (skattgreiðendum) ekki þurft að fækka.
Þetta er eitt af því sem mér finnst skorta hjá flestum flokkum, er raunhæf framsýni sem tryggir stöðugleika í lóðaframboði því bærinn á gnótt lands. Þessu vil ég breyta.

Sigurður Þ. Ragnarsson bæjarfulltrúi  og skipar 1. sætið á lista Miðflokksins og óháðra í komandi bæjarstjórnarkosningum.

 

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2