fbpx
Sunnudagur, nóvember 17, 2024
target="_blank"
HeimFréttirPólitíkHvað myndu Eyþór og Vigdís segja í Hafnarfirði?

Hvað myndu Eyþór og Vigdís segja í Hafnarfirði?

Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar.

Nýkviknaður áhugi Sjálfstæðisf­lokks­ins í Reykjavík á húsnæðis­vand­anum hefur vakið athygli á síðustu vikum. Eyþór Arnalds og Vig­dís Hauksdóttir hafa farið mikinn í gagnrýni sinni á meiri­hlutann í Reykjavík vegna meints aðgerðaleysis. Í Hafn­arfirði kemur þessi áhugi Sjálf­stæðisflokksins fólki nokk­uð spánskt fyrir sjónir því áhuga- og getuleysi flokks­­ins í mála­flokknum hef­ur verið algjört síðustu fjögur ár í bænum.

Í þeim bæjarfélögum þar sem Sjálf­stæðisflokkurinn fer með stjórn mála hefði honum verið í lófa lagið að finna áhuga sínum á húsnæðis­málum farveg. Þar hefur flokkurinn sannarlega haft tækifæri til þess að auka framboð á húsnæði á viðráðanlegum kjörum fyrir almenning. Í bæjarfélögum þar sem Íhaldið hefur ráðið ríkjum áratugum saman – Garðabæ og Seltjarn­ar­nesi – skyldi maður ætla að búið væri að leysa þessi mál til frambúðar. Það má kannski segja að flokkurinn hafi fundið lausn sem honum hentar í þessum bæjar­félögum – að bjóða hreinlega ekki upp á félagslegt húnsæði og treysta á að Reykjavík – og aðrir – leysi vandann.

Reykjavík dregur vagninn

Undir forystu Samfylking­ar­innar hefur Reykjavík dreg­ið vagninn í viðbrögðum við húsnæðisvandanum. Allar tölur og staðreyndir vitna um þetta. En önnur sveitarfélög hafa ekki staðið sig að sama skapi. Reykjavík ein getur ekki leyst húsnæðisvandann. Ríkið og önnur sveitarfélög verða líka að koma að málinu. Framlag Sjálf­stæðisflokksins í Hafnarfirði til lausnar þessara mála er rýrt. Sjálf­stæðismenn í Hafnarfirði hljóta að þakka æðri máttar­völdum það á hverjum degi að Eyþór og Vigdís eru í minnihluta/stjórnar­andstöðu í Reykjavík en ekki í Hafnar­firði.

Hafnarfjörður rekur lestina

Undir forystu Sjálfstæðis­flokksins rak Hafnarfjörður lestina þegar kom að fjölda íbúða í byggingu meðal sveitarfélaga á höfuðborgar­svæðinu á síðasta ári og eftirtekjan var rýr eftir síðasta kjörtímabil. Samt voru líklega hvergi fleiri tilbúnar lóðir en einmitt í Hafnarfirði við upphaf þess. Í júní sl. skilaði svo húsnæðisfélagið Bjarg, sem er óhagnaðardrifið leigufélag, lóðum undir 32 íbúðir í Skarðshlíð aftur til bæjarins þar sem skilmálarnir voru óaðgengilegir. Enginn aukafundur hefur verið haldinn í bæjarráði um það mál, þó nýverið hafi verið boðað til aukafundar með minnsta mögulega fyrirvara um annars konar húsnæðis­vanda.

Verkin tala – miklu fremur en tæki­færissinnað málskrúð Eyþórs og Vigdísar í Reykjavík – og þau vitna um raun­verulegan áhuga Sjálfstæðis­flokks­ins á félagslegum lausnum á húnæðis­vanda. Og seint verða verk Sjálfs­tæðis­forystunnar í Hafnarfirði talin rismikil.

Árni Rúnar Þorvaldsson
fulltrúi Samfylkingar­innar í fjölskylduráði Hafnarfjarðar.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2