fbpx
Mánudagur, nóvember 25, 2024
target="_blank"
HeimUmræðanÍbúasamráð um lifandi miðbæ

Íbúasamráð um lifandi miðbæ

Stefán Már Gunnlaugsson skrifar

Það er mikið fagnaðarefni að stefnu­breyting hefur orðið varðandi vinnu við deiliskipulag miðbæjar Hafnarfjarðar þar sem íbúasamráð verður haft að leiðarljósi. Þetta er stefnubreyting hjá núverandi meirihluta Sjálfstæðs- og Fram­sóknarflokks sem hafði lítinn áhuga á samtali við íbúa og hagsmunaaðila og raunar hafnaði tillögum um það og felldi líka úr gildi ramma­skipulag sem byggði á mikilli samvinnu við íbúa.

Enginn vill kannast við tillögurnar

Fyrr á þessu ári var skipaður starfshópur um vinnu miðbæjarins með afar óljóst hlutverk. Hann skilaði nú í haust drögum að skýrslu þar sem fram kom í fylgiskjali mikil aukning bygg­inga­magns með háum húsum og m.a. byggingum á uppfyllingu við ströndina sem gjörbreytti ásýnd bæjarins. Allt gert án samráðs eða samtals við íbúa, enda mættu þessar hugmyndir harðri andstöðu íbúanna. Þá vildi enginn kannast lengur við tillögur starfshópsins.

Samfylkingin í Hafnarfirði hefur talað fyrir íbúasamráði og lagði fram bókun um það í skipulags- og bygg­ingarráði nú í september. Í bókuninni er lagt til að ferlið við endurskoðun miðbæjar­skipulagsins verði hafið að nýju og áhersla lögð á virkt íbúasamráð frá upphafi.

Sýndarsamráð?

Þessi bókun er nú grund­völlurinn að nýju upphafi sem hófst í síðustu viku á vinnu­fundi með íbúum. Það var afar ánægju­legt að taka þátt í samtalinu og heyra hugmyndir íbúanna um hvernig við getum byggt upp hjarta Hafnarfjarðar með fjölbreyttri íbúa­byggð og öflugri þjónustu og verslun. Spennandi verður að sjá nýjar niður­stöður starfshópsins sem taka mið af vilja íbúanna og hugmyndum þeirra. Nema meirihlutinn ætli sér einungis í samráð til að sýnast og láti hugmyndir íbúanna sig engu skipta. Það væri í takt við fyrri vinnubrögð, en fólkið í bænum lætur það ekki yfir sig ganga eins og reynslan staðfestir.

Stefán Már Gunnlaugsson,
fulltrúi Samfylkingarinnar í skipulags- og byggingarráði.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2