fbpx
Þriðjudagur, nóvember 5, 2024
target="_blank"
HeimFréttirPólitíkKæru Hafnfirðingar

Kæru Hafnfirðingar

Elva Dögg Ásudóttir Kristinsdóttir skrifar

Nú hefur Vinstrihreyfingin grænt framboð valið fólk á sinn lista fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar og er þar um að ræða flottan hóp af reyndu fólki með þekkingu af öllum sviðum atvinnulífsins með fjölbreytta reynslu, á öllum aldri og af ýmsum þjóðernum. Þetta fólk vill ekkert frekar en að fá að vinna fyrir ykkur við stjórn og rekstur Hafnarfjarðarbæjar.

Við í VG höfum mörg mál á okkar stefnuskrá og erum þessa stundina að vinna mál­efna­vinnu fyrir kosningarnar, þannig að brátt munu líta dagsins ljós þau mál sem við leggjum mesta áherslu á og þau málefni sem við stöndum fyrir.

Við viljum mjög gjarnan fá að heyra í Hafnfirðingum, okkur langar því til að fá að heyra í þér ágæti bæjarbúi. Við viljum fá að heyra hvað þér finnst um það sem betur má fara í okkar ágæta bæjarfélagi. Þess vegna köllum við eftir öllum þeim sem búa yfir reynslusögum um atriði sem betur mega fara eða vert er að benda á eða málefnum sem á ykkur brenna.

Við erum öll að vilja gerð að heyra ykkar sjónarmið um hvaðeina sem betur má gera. Við höfum opið hús á hverjum fimmtudegi á milli 16 og 18 á Strandgötu 11, (nú er þar einnig fataverslun Vintage) þar sem fulltrúi okkar VG og ykkar í bæjarstjórn mun vera á staðnum með heitt á könn­unni tilbúinn í spjall um hvað­eina sem á ykkur brennur. Ekki vera feimin að koma og spjalla. Einnig má senda ábendingar til okkar í netfangið hafnarfjordur@vg.is
Það skiptir máli að koma sjónar­miðum sínum áleiðis og erum við til­búin til að hlusta á og gera það sem við getum til að bregðast við ábend­ingum ykkar og gera góðan bæ betri.

Elva Dögg Ásudóttir Kristinsdóttir 
bæjarfulltrúi VG og oddviti VG í Hafnarfirði.

Greinin birtist í Fjarðarfréttum 5. apríl 2018

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2