fbpx
Þriðjudagur, nóvember 5, 2024
target="_blank"
HeimUmræðanKjósum um Carbfix í Straumsvík

Kjósum um Carbfix í Straumsvík

Davíð Arnar Stefánsson skrifar

Árið 2007 fóru fram íbúakosning um stækkun álversins í Straumsvík. Framkvæmd kosninganna var góð og niðurstaða fékkst í málið sem staðið hefur til þessa dags. Sú hefur ekki alltaf verið raunin í sambærilegum kosningum, að sátt myndast um niðurstöðuna.

Nú vinnur Carbfix að því að byggja móttöku- og förgunarmiðstöð fyrir koldíoxíð í Straumsvík. Til stendur að farga allt að þremur milljónum tonna af efninu á hverju ári, sem m.a. annars verður flutt inn til landsins, með því að dæla því niður í jörðina þar sem það steinrennur með tíð og tíma.

Í matsskýrslu vegna áætlananna og í máli fulltrúa Carbfix kemur fram starfseminni fylgir hætta á aukinni jarðskjálftavirkni á svæðinu. Jafnframt fela þær í sér hafnargerð og svo sé vitnað í formann bæjarráðs þá er kostnaður við uppbygginguna níu milljarðar.

Hér er komið tilefni til að efna til nýrra íbúakosninga um uppbyggingu í Straumsvík. Það er eðlilegt að bæjarbúar séu spurðir að því hvort þeir séu fylgjandi starfsemi á svæðinu sem felur í sér jarðskjálftahættu svo nærri byggð. Þá er mikill kostnaður vegna hafnargerðarinnar einnig umdeilanlegur.

2007 höfnuðu Hafnfirðingar frekari þungaiðnaði á Straumsvíkursvæðinu. Ef til stendur að breyta þeirri ákvörðun er eðlilegt að spyrja bæjarbúa álits.

Davíð A Stefánsson
oddviti Vinstri grænna í Hafnarfirði

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2