fbpx
Miðvikudagur, júlí 17, 2024
HeimUmræðanLækkum gjöld á barnafjölskyldur í Hafnarfirði!  

Lækkum gjöld á barnafjölskyldur í Hafnarfirði!  

Björn Páll Fálki Valsson

Við ætlum að taka þrjú skref í að minnka gjöld á börn hér í Hafnarfirði

Skref eitt:

    • Koma á 100% systkinaafslætti m.v. núverandi gjaldskrá.
    • Skref eitt tæki gildi 1. ágúst 2022.

Skref tvö:

    • Gjaldfrjálsar skólamáltíðir í leik- og grunnskólum Hafnarfjarðar.
    • Skref tvö tæki gildi 1. ágúst 2023

Skref þrjú:

    • Gjaldfrjáls leikskóli fyrir öll börn í Hafnarfirði.
    • Opnaður verði ungbarnaleikskóli sérsniðinn að þörfum ungra barna.
    • Skref þrjú tæki gildi ekki seinna en 1. ágúst 2024

Fyrsta skrefið tæki gildi strax 1. ágúst n.k. Þar erum við að létta verulega á útgjöldum hjá þeim foreldrum sem eiga fleiri en eitt barn í leik- og grunnskólum Hafnarfjarðar.
Skref tvö er mjög þýðingarmikið þar sem skólamáltíðir eiga að standa öllum börnum til boða, óháð fjárhagsstöðu foreldra.
Skref þrjú er stærsta skrefið í þessari áætlun, leikskólinn er fyrsta skrefið í skólagöngu barna og með niðurfellingu leikskólagjalda er Hafnarfjarðarbær að viðurkenna leikskólann sem fyrsta skólaskref barna og hrósa því faglega starfi sem fram fer á leikskólum, þar sem öll börn eiga rétt á grunnmenntun án endurgjalds.
Reisa þarf ungbarnaleikskóla því foreldrar ungra barna, sem ekki eru komin með leikskólavist eftir að fæðingarorlofi lýkur geta ekki snúið aftur út á vinnumarkaðinn eins og samfélagsgerð okkar ætlast til af foreldrum. Flestir foreldrar þekkja þetta tímabil mjög vel.
Með þessum þremur skrefum erum við að taka stórt skref í átt að fjölskylduvænna samfélagi.

Góð leið fyrir þig.

Björn Páll Fálki Valsson
Skipar 4. sæti á lista Miðflokksins og óháðra í Hafnarfirði

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2