fbpx
Laugardagur, janúar 18, 2025
HeimFréttirUmhverfiðLeiðarendi, náttúruperla í umsjón Hafnarfjarðar

Leiðarendi, náttúruperla í umsjón Hafnarfjarðar

Ekki verður unað núverandi ástandi sem felur í sér verulega hættu á óafturkræfum skemmdum á þessari nátturperlu

Umhverfis- og framkvæmdaráð lagði til við Umhverfisstofnun með bókun á síðasta fundi að hellinum Leiðarenda sem er í lögsögu bæjarins verði lokað tímabundið þar til fyrir liggur áætlun sem tryggir verndun hellisins og viðunandi þjónustu fyrir þann mikla fjölda gesta sem heimsækir þessa náttúruperlu árlega.  Staðsetning Leiðarenda hellisins er ákjósanleg þar sem mjög stutt er frá þjóðvegi að munna hellisins auk þess sem hann er í einungis hálftíma akstursfjarlægð frá miðborg Reykjavíkur. Hellirinn er  um 750 metra langur hraunhellir og hefur að geyma steingerða ævintýraheima þar sem glóandi hraunelvur hafa runnið neðanjarðar og einstakar jarðmyndanir er þar að finna, dropasteina, hraunspena, straumfægða veggi og litríkar útfellingar.

Leiðarendi
Leiðarendi

Ósnortin náttúrura er helsta aðdráttarafl ferðamanna sem sækja heim okkar fagra land.  Mikil fjölgun ferðamanna á síðustu árum er að mestu leyti ákaflega jákvætt  mál en að ýmsu er að hyggja varðandi uppbyggingu innviða og stýringu á aðgengi til þess að mæta þeim ágangi sem fjölgun ferðamanna fylgir.

Ferðaþjónustuaðilar eru með skipulagðar ferðir í hellinn en ekki liggja fyrir neinar staðfestar tölur um hve margir heimsækja hellinn árlega frá opinberum aðilum.  Verkefnið framundan er að tryggja að þjónusta við gesti sem heimsækja hellinn verði bætt og ennfremur að tryggja verndun hellisins.  Ekki verður unað núverandi ástandi sem felur í sér verulega hættu á óafturkræfum skemmdum á þessari nátturperlu.  Það má ekki ske.

Höfundur er bæjarfulltrúi og formaður umhverfis- og framkvæmdaráðs Hafnarfjarðar.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2