Meirihluti Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks hefur lítið sem ekkert gert í því að styrkja stöðu leiklistarlífs í bænum á þessu kjörtímabili.
Afleiðingarnar eru þær að leiklistarlíf Hafnarfjarðar er í vanda statt. Þetta er staðan sem blasir við þrátt fyrir að í málefnasamningi meirihlutans standi skýrum stöfum að aðstaða fyrir leikhús verði tryggð á kjörtímabilinu. Báðir flokkar lögðu líka áherslu á þetta í stefnuskrám sínum fyrir síðustu bæjarstjórnarkosningar.
En nú þegar rúmt ár er eftir af kjörtímabilinu blasir við að ekkert leikhús er starfandi í bænum. Gaflaraleikhúsið er án húsnæðis og í haust var svo Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður. Þrátt fyrir fögur orð í stefnuskrám meirihlutaflokkanna og málefnasamningi þeirra þá hefur meirihluti Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks látið málin reka á reiðanum og því hefur staðan bara versnað eftir því sem liðið hefur á kjörtímabilið.
Samfylkingin setur málið á dagskrá
Öflugt og skapandi leiklistarlíf á sér langa sögu í Hafnarfirði og það er ein af undirstöðum blómstrandi menningarlífs og því er núverandi staða óviðunandi. Aðgerðarleysi meirihluta Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks er því í senn alvarlegt og óskiljanlegt. Segja má að ekkert markvisst hafi gerst í málinu fyrr en í upphafi þessa árs þegar skipaður var starfshópur um nýtt menningarhús í Hafnarfirði að frumkvæði Samfylkingarinnar. Meginverkefni hópsins er að kanna möguleikann á því að opna menningarhús í Hafnarfirði sem hýst geti fjölbreytt menningarstarf. Hópurinn hefur einnig það verkefni að skoða hugmyndir að staðsetningu þess og hvernig rekstri yrði best háttað. Vonandi leiðir vinna starfshópsins til farsællar niðurstöðu sem eflir leiklistarlíf og þar með allt menningarlíf bæjarins.
Iðandi menningarlíf er hverju bæjarfélagi nauðsynlegt
Samfylkingin leggur áherslu á að Hafnarfjörður sé bær sem hlúir að menningu, mannlífi og listsköpun. Því vill Samfylkingin gera menningu og listum hátt undir höfði. Liður í því að er að treysta stoðir leiklistarlífs í bænum með öllum tiltækum ráðum og það er mikilvægt að
Árni Rúnar Þorvaldsson
bæjarfulltrúi (S)
Greinin birtist fyrst í Fjarðarfréttum, 3. tbl. 6. mars 2025.