fbpx
Miðvikudagur, júlí 17, 2024
HeimFréttirPólitíkMeð hag íbúa og bæjarfélagsins að leiðarljósi

Með hag íbúa og bæjarfélagsins að leiðarljósi

Ágúst Bjarni Garðarsson skrifar:

Vegna frétta og greinaskrifa af ákvörðun bæjarráðs Hafnarfjarðar um að setja hlut bæjarfélagins í HS Veitum, sem einungis dreifir raforku til Hafnarfjarðar, í söluferli.

HS Veitur er, samkvæmt þeim greiningum sem gerðar voru fyrir um ári síðan, metið á um 23.000 milljónir króna. Hafnarfjarðarbær á 15,42% hlut í fyrirtækinu, eða verðmæti fyrir um 3500 milljónir króna. Fáist ekki slíkt verð fyrir hlutinn, verður hann ekki seldur.

Ábyrgðarhluti að tryggja rekstur bæjarfélagins og þjónustu við íbúa

Á þessum tímum er okkar mikilvægasta verkefni að tryggja rekstur bæjarfélagsins og áframhaldandi öfluga og góða þjónustu við íbúa þess. Nýverið samþykkti bæjarstjórn aðgerðaáætlun í 11 liðum til að bregðast við þeim áhrifum sem bæjarfélagið verður fyrir vegna Covid-19. Fyrir liggur að Hafnarfjarðarbær, rétt eins og önnur bæjar- og sveitarfélög, verði fyrir miklum tekjusamdrætti vegna lægri tekna og aukinna útgjalda vegna faraldursins. Það bil verður einungis brúað með aðhaldsaðgerðum, lántökum og/eða sölu eigna í samræmi við aðgerðaáætlun bæjarfélagsins.

Nokkrir punktar:

  • Árið 2009 seldi Hafnarfjarðarbær hlut sinn í HS Orku.
  • HS Orka selur rafmagn til heimila og fyrirtækja en HS Veitur dreifa því.
  • Þjónusta HS Veitna gagnvart Hafnarfirði snýr einungis að raforkudreifingu.
  • Fjárstreymi til Hafnarfjarðarbæjar vegna eignarhlutarins í HS Veitum hefur verið undir 65 milljónum króna á ári undanfarin fimm ár.
  • Sala á eignarhlut í HS Veitum hefur ekki áhrif á verð til neytenda í Hafnarfirði.
  • Verðskrá fyrir dreifingu á raforku er samkvæmt lögum bundin ströngum skilyrðum um hámarksverð.
  • Gjaldskrárbreytingar þurfa samþykki Orkustofnunar.
  • Óháð nefnd á vegum Orkustofnunar reiknar út og ákvarðar eðlilega arðsemi fyrirtækja sem flytja og dreifa raforku.

Það skal alveg viðurkennast að mér þykir miður að lesa sumt það sem ritað er af oddvita Samfylkingarinnar í Hafnarfirði. Af þeim skrifum að dæma sé ég þörf á að rifja upp söguna á opnum fundi og mun óska eftir liðnum „Málefni Rafveitu Hafnarfjarðar og sölu á hlut bæjarfélagins í orkufyrirtækinu HS Orku árið 2007/2009“ á næsta fundi bæjarstjórnar, 13. maí næstkomandi.

Ágúst Bjarni Garðarsson,
formaður bæjarráðs.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2