fbpx
Laugardagur, nóvember 16, 2024
target="_blank"
HeimFréttirPólitíkMenningarminjar í Hafnarfirði

Menningarminjar í Hafnarfirði

Sverrir Jörstad Sverrisson skrifar

Árið 2016 opnaði Þjóðminjasafn Íslands varðveislu- og rannsóknarsetur á Völlunum. Að því tilefni var mikið talað um að þarna væri loksins komin fullkomin aðstaða til varðveislu og rannsókna á þjóð- og forn­minj­um. Var þessu fagnað af bæjaryfirvöldum.
Hins vegar tel ég að við Hafnfirðingar gætum staðið okkur miklu betur hvað varðar verndun minja í bænum okkar.

Á Hvaleyri og víðar eru til að mynda minjar frá veru setuliðs breska og bandaríska hersins í seinni heimsstyrjöldinni. Þessar minjar eru vitnisburður um gríðar­lega umbrotatíma í sögu Hafn­arfjarðar. Í dag eru þessar minjar illa merktar og liggja undir skemmdum.
Í Kaldárseli er gömul fjárrétt sem er hrunin að hluta. Þar er einnig að finna merkilegar hleðslur sem eru minjar um fyrstu vatnsveitu bæjarins.

Þessar minjar falla ekki undir lög um minjavörslu þar sem þær teljast ekki til fornleifa og engin heildstæð stefna er til um verndun þeirra hjá bæjarfélaginu. Þetta þykir mér miður. Allt eru þetta menningarverðmæti sem eru mikil­vægur þáttur í ríkri sögu bæjarfélagsins. Það er mín skoðun að innihald slíkrar stefnu ætti að vera að bærinn láti laga þessar minjar svo þær skemmist ekki frekar og merkja þær betur til þess að þær verði aðgengilegri almenn­­ingi. Þá er ég ekki bara að tala um að það verði að­gengilegra að skoða þær, heldur einnig að sagan sjálf verði aðgengilegri.

Til gamans má geta að þegar ég var að undirbúa þessa grein þá settist ég fyrir framan tölvuna og reyndi að finna upplýsingar á veraldar­vefnum um þessara minjar; eins og t.d. hvað bjuggu margir á Hvaleyrinni? Eftir mikla leit var ég engu nær um það hve margir hermenn bjuggu í túngarði móður minnar sem bjó sín fyrstu ævi ár á Hvaleyrinni, (því gúgul fann ekkert um það). Við verðum að huga betur að þessari arfleið okkar áður en það verður of seint.

Sverrir Jörstad Sverrisson
aðstoðarleikskólastjóri og í 11. sæti á lista Samfylkingarinnar.

 

Greinini birtist í Fjarðarfréttum 5. apríl 2018

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2